Thursday, January 16, 2003
( 16.1.03 ) Erla
Udan farna daga hef ég verið að spá og spökulera í allskyns svona stjörnuspám og spekjum. Því eitt sinn keypti mamma mín bók um Kínverska stjörnuspeki og hún Björk vinkona mín fór að skoða hana um daginn og það var þá sem ég fór að lesa þessa bók aftur og all kyns stjörnuspár á netinu og í mogganum og svona. Ég fór fyrst að spá hvort að það liggi eitthvað á bak við þetta.En svo sá að það eru sett allskonar andstæður æi textann eins og maður erfrumlegur en samt á móti öllum nýjungum svo sitja þau n´óg af mikið af svona og þá finna allir alltaf eitthvað sem passar við þá. Þannig að svona stjörnuspár eru bara skemmtanahald eins og segir í smáaletrinu í mogganum. en pæla í að vera gaurinn sem býr til stjörnuspá dagsins þvílíkt ímundunar afl sem han/ hún hefur en samt nær hann/hún alltaf að orða þetta frekar óspennandi en samt á áhugaverðan hátt eins og þarf til þess að skkrifa kennslubók. Hvað með að láta gaurinn sem býr til stjörnuspánar skrifa alllar kennslubækurnar sem við þurfum á að halda þá ætti okkur að ganga betur.Svo fór ég líka að spá hvað ef hann færi nú bara á flippið og skrifaði ef þú ert steingeit mun nefið á þér blána í dag þú munt segja orðið er 189 og fara 2 á klósettið svo munt þú taka heljarstökk þegar þú kemst af því að þú vvannst í víkingarlóttóinu. Þetta er svoldið til þess að hugsa um. Svo að lokum vil ég segja 搜尋所有中文網頁! #
( 16.1.03 ) Erla
Í dag komst ég af því að íslensku kennarinn minn er stelsjúkur. Þá fór ég aðeins að pæla hvernig þetta yrði svona eftir mánuð þá á örugglega enginn skrúblýant lengur. Þeir eru bara allt í einu allir horfnir en íslendku kennari á hinsvegar nóg af þeim og skammar okkur bara fyrir að koma ekki með skriffæri í tíma. en hvernig ætli þetta sé ætli hann eigi 30 eintök eða fleiri af kensslubókunum sem hann notar sem hann hefur nappað frá nemendum. Kannski er hann að stela hlutum frá nemendum til þess að eiga minningar um hvern nemend, með hergbergi fullt af leiðindar skólabókum, strokleðrum og blýöntum. Já hann er nú alltaf frerkar geðvondur og skammar okkur á hverjum einasta degi. Hann byrjar tímann á því að hrópa GÓÐAN DAG yfir bekkinn og öllum bregður ógurlega. Svo þegar enginn segir neitt þá hrópar hann enþá hærra ÉG SAGÐI GÓÐAN DAG! Þa´muldra allir út úr sér góðan daginn. GÓÐAN DAGINN! Er ekki rétt íslenska maður á að segja góðan dag. Svo byrjar hann að tuða eitthvað og hann segir örugglega í hverjum einasta tíma að við verðum að vera góð og þæg í tímum hjá honum því að þetta er seinasta önninn sem hann ætlar að kenna. Öllum er svo alveg nákvæmlega sama og geta ekki beðið eftir að losna við þennan leiðindar öskurapa sem gerir ekkert annað en að kvarta!
<< Home