laugardagur, janúar 18, 2003

Það hefur ýmistlegt gerst hjá mér síðan ég skrifaði seinast. Það komu tvær geimverur í heimsókn til mín. Þær öskruðu og óluð og voru með mikil læti. Svo fóru þær að rífast um púsluspilið. Það er alveg merkilegt að í hvert skiptið sem þær koma í heimsókn þa´þurfa þau alltaf að leika sér með eina og sama hlutinn en vilja samt ekki að hin leiki með sér. Svo kláruðu þær líka allt nammið heima. Spæling.

|