Helgin með elginn
Ég ætla að byrja aðeins að segja frá fimmtudeginum þótt það sé ekki helgardagur en hann tengist helginni minn dáldið þannig að þið verðið að afsaka.Fimtudagur: Lenti í vinnuslysi í vinnunni.Meiddi mig í löppinni en hélt samt áfram að vinna. Svaka hörkutól
Föstudagur: Fékk mér frí í vinnunni var bara aumingi eftir allt saman. Fór svo í 55 ára brúðkaupsafmæli ömmu og afa upp í afakot! Góður matur ( frændi minn er kokkur na na na na na na), skemmtilegt fólk ( auðvitað því það er skilt mér) og gott veður! Ég horfði þar á opnun ólympíleikana (langði að sjá Björk og sá han) en svo langaði mig til að spyrja sá einhver landið sem mætti inn á leikana í hvítum jakkafötum með hvíta hatta? Sá einhver hvaðan þeir voru? Eru þetta einlægir aðdáendur 50 cent eða var þetta kannski 50 cent landið?
Laugardagur: Sofa, sofa sofa, líka í sólbaði. Ég er nú komið með asnalegasta far í heimi, vegna vinnunnar er ég með bóndabrúnku sem sagt svona peysu far á höndunum og á hálsinum, svo fékk ég stuttermabolafar, svo er ég með hlýrabolafar og stuttbuxnafar þar að auki sokkafar og svo núna um helgina fékk ég bikinífar. Reynið að toppa þetta. Horfði á Ísland Króatía = búhúhúhú. Um kvöldið fór ég með Björkinni, Grínverjanum og Kristjáni á djasstónleika. Flottir tóinleikar og svo hittum við þar einnig mjög lítinn Breta sem var gaman að spjalla við.
Sunnudagur = Letidagur
<< Home