mánudagur, desember 08, 2003

Jæja þá er bara eitt próf eftir!!! Ég get ekki beðið eftir að því er lokið. En um helgina var ég að læra fyrir íslenskupróf sem ég var í áðan ( Það gekk vel klúðraði samt 1 spurningu upp á 3 stig þótt ég vissi svarið því að ég kláraði ekki að lesa spurninguna, ég geri þetta á hverju ári jæja þá er það bara 9 með stæl). Þar sem það eru smiðir heima að setja parket á stigan þá get ég ekki mikið lært heima og gat það heldur ekki þessa helgi. Þess vegna fór ég til ömmu og afa um helgina að læra. Amma mín og afi eru svona típískt gamalt fólk vill allt fyrir mann gera, afi er alltaf að braksa eitthvað og amma alltaf að elda. Þau hafa upplifað ýmislegt en samt sem áður er eins og þau skilja ekki orðið NEI. Dæmi:

Amma: Ertu svöng, Erla mín vltu ekkieitthvað að borða?
Ég : Nei takk
Amma: Viltiu ekkert á borða ég á alveg fullt af mat.
Ég: Nei ég er ekkert svöng
Afi: Ha viltu ekki borða? Langar þér ekki í neitt?
Ég : alveg ómögulega takk fyrir
Amma: Við eigum nammi egf þér langar í.
Ég : Nei takk
Þetta endar ekki fyrr en maður er búinað segja að minnstkosti 20x nei eða fengið sér eitthvað að borða svo þau verða ánægð

Annað dæmi:
Amma: Erla mín viltu ekki fá lánaðan náttslopp til þess að fara niður að borða í?
Ég: Um nei nei
Amm: Þetta er rosalg flottur náttsloppur, langar þig ekki í ann?
Ég: Nei´, nei
Amma: Sjáðu,langar þér ekki í hann.
Áður en ég veit af er hún komin með náttsloppin til mín og vill endilega að ég fái hann lánaða. Ég fæ þó leigi á endanum tilþess að fara á mínum náttfötum niður.

Það var gott að vera hjá ömmu og afa og þau vilja allt fyrir mann gera og bjóða manni óteljandi hlutum til þess að borða. Þeim fannst ég borða allt of mikið þótt ég fannst ég borða eins og svín.

|