föstudagur, nóvember 28, 2003

Þá eru stafirnir komnir í lag og ég er ótrúlega ánægð. :) :) :)

Það fer að líða að því að prófin fara að skella á. Ég hef verið að íhuga hvernig ég get hjálpað öðrum í gegnum þennan hryllilega tíma og hef komist að þeirri niðurstöðu að það er nánast ekki hægt, það besta sem ég get gert er að gefa nokkur ráð sem gott er að hafa í huga í prófum:


1. anda djúpt.
2. slaka á og hugsa um súkkulaði og jólin.
3. muna eftir því hvað prófið er um
4.muna eftir blýanti, strokleðri og öðrum fylgigögnum
5. fara í rétt próf
6.Spyrja kennarann fullt fullt af spurningum þeir mssa alltaf eitthvað út úr sér.
7. Hugsa ég er best og kann þetta en ekki djö ég skil þetta ekki
8. Reyna alltaf að setja eitthvað svar jafnvel þó það sé algjört bull
9. Muna eftir að merkja prófið
10. Læra fyrir prófin
11. Maður deyr ekki þótt maður fellur
12 Ekki flýta sér, helst að vera út allan tímann, það borgar sig oftast.

Vona að þetta geti hjálpað sem flestum. Best að fara að læra svo ég nái þessu líffræðiprófi. Megi mátturinn vera með ykkur og gleðilega prófdaga.

|