laugardagur, janúar 18, 2003
Ég hafði ekkert að gera um daginn svo að ég fór að horfa á mesta viðbjóð í heimi The BACHELOR 2. Vá ég meina það er fólk í bandaríkjunum gjörsamlega heilalaust þetta gengur út á það að 25 eða 24 konur keppa um einn piparsvein. Svo á hann að fara á date með þeim og á endanum á hann að finna´þá einu réttu og biðja hana um að giftast sér. Þetta endar alltaf á því að hann kyssir hér um bil allar stelpurnar og reynir að sofa hjá sem flestum af þeim. Svo þetta er bara svona tími hjá þessum gaur til þess að skemmta sér og fá sér nóg á broddinn. En konurnar hins vegar verða hér um bil allar yfir sig ástfangnar af þessum gaur og alveg kolfalla fyrir honumj. Hversu heimskt getur fólk verið og afhverju nennir fólk að horfa á þessa vitleysu? Hvað er eiginlega málið með þetta fólk. Kannast það ekki við orðin skynsamleg rökhugsun eða almennt siðgæði. Svo ekki nóg með það þá kom þessi þáttur á skjá1 í stað Temtation Island þar sem fjögur pör eru sett á eyju og svo eru þau stíuð í sundur og stelpurnar fara og hanga með fullt af einhleypum strákum og strákarnir með glás af einhleypum stelpum. Svo eiga þau að reyna að standast freystinguna. OK hvað er að fólki ég get varla farið lengra út í þetta þetta er svo fáranlegt. Já ég er hneyksluð á fólki og þörf þeirra fyrir athygli því að þetta er ekkert annað en kall á smá athygli. Það sem fólk lætur sér detta í hug. HJÁLP ég er að bráðna.
|
<< Home