Jæja núna ætla ég að blogga smá enda löngu komin tími á smá blogg! Ég var í 4 daga kórferðalagi! Mér kveið ekkert smá fyrir þetta ferðalag en svo reyndist það bara vera hin fínasta ferð og þetta fólk í kórnum alveg ágætis fólk! En við tókum eftir einu svolldið sérstöku í þessari stuttu dvöl þarna fyris austan! Það er eins og allir þarna eiga Subaro. Ég meina það að meira en helmingur bílana þarna var Subaro! Ég er viss um að ef maður færi á bílasölu þarna fyrir austan þá gæti maður nú valið á milli lit á subaro. já við eigum hérna rauðan, grænan og bláan Subaro, og svo vorum við líka að fá hérna einn í silfurlituðum afskaplega flottan!
Þannig að ég mæli með því fyrir fólk sem á Subaro að skella sér austur í stemminguna og kíkkja á rúntinn á Subaroinum!
Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa. Ég er gjörsamlega gerilsneydd öllum hugmyndum
Previous Posts
- Já í tilefni af því að ég er búin í prófum og þar ...
- Það er nú aldeilis langt síðan ég skrifaði seinast...
- Ahhh gott er að vera í páskafrí, satt og sannað. Í...
- Vá ég hef ekki skrifað síðan 20 mars og það er lön...
- Í gær fór ég í skólann hálf veik af því að ég mátt...
- Ég held að ég sé að verða lasin aftur. Ég er með e...
- Í dag fór ég loksins aftur í skólann þá á ég við s...
- Í seinustu viku var árshátíðin hjá okkur haldin há...
- Ég vona svo innilega að þetta ljóta lag, Segðu mér...
- Góðan og blessað daginn!!!! Ég er að dayja mig van...
<< Home