Já í tilefni af því að ég er búin í prófum og þar með búin í skólanum fyrir utan það að ég á eftir að fara á einkunaafhendinguna ætla ég að blogga smá. Ég ætla sem sagt að segja ykkur frá því hvað mér prívat og persónulega finnst mjög hallærislegt. Seinna gæti svo kannski komið upp dálkur með því sem segir hvað mér finnst flott en ég vona að þetta vekur upp einhverja kátínu hjá fólki.
Það sem er hallærislegt
Það er hallærislegt að segja:
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Ofcourse my horse
Yes my fress
Eru ekki allir í stuði
Sjáumst í kvöld þegar gleðini tekur öll völd!
Besta lagið..............ég veit það ekki (ofnotuð setning af ýmsu fólki meira segja Alberti stærðfræðikennara (hver hefði trúað því))
Hjarta, spaði, tígull, lauf, þú ert með opna buxnaklauf. (Það er sama hvort að manneskjan sem maður er að tala við sé með opna buxnaklauf eða ekki, þetta er alltaf hallærislegt)
Þá er að sjálgsögðu líka kjánalegt að segja : Gosi, drottning, kóngur, ás, ég er með bilaðan rennilás
Allt það fína í Kína (þegar einhver spyr mann hvað maður segi nú gott?)
Það sem er líka hallærislegt er :
að vera alltaf að nafngreina manneskjuna sem maður er að tala við, þó einginn annar sé nálægt sem gæti misskilið mann t.d : Hvað segiru gott Erla? Hvað ertu að fara að gera Erla? Ertu upptekin á eftir Erla? o.s.frh
Breyta nafninu sínu svo það hljómi cool (sem það gerir ekki) eða kröftuglegrar ( en verður frekar aulalegt) t.d. : Andrinn, Hjörturinn, Erlan o.s.frh
að reykja
að drekka, deyja áfengisdauða og o.s.frh
Það er margt fleira sem er hallærislegt sem til er í heiminum en mér dettur ekki meira í hug í bili. En þó svo að mér finnist þessi ofangreind dæmi að ofan hallærisleg þá þekki ég fullt að fólki sem gerir þetta og meira segja sumir af mínum bestu vinum gera eitthvað að ofantöldu en þó það gerir það þá þýðir það alls ekki að mér finnst það hallærislegt eða eitthvað þannig, ég elska þó jafnvel þó að þau gerir þetta alveg eins og í Bridget Jones. Það er eflaust líka eitthvað sem ég geri sem þem finnst svaka púkó.
Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa. Ég er gjörsamlega gerilsneydd öllum hugmyndum
Previous Posts
- Það er nú aldeilis langt síðan ég skrifaði seinast...
- Ahhh gott er að vera í páskafrí, satt og sannað. Í...
- Vá ég hef ekki skrifað síðan 20 mars og það er lön...
- Í gær fór ég í skólann hálf veik af því að ég mátt...
- Ég held að ég sé að verða lasin aftur. Ég er með e...
- Í dag fór ég loksins aftur í skólann þá á ég við s...
- Í seinustu viku var árshátíðin hjá okkur haldin há...
- Ég vona svo innilega að þetta ljóta lag, Segðu mér...
- Góðan og blessað daginn!!!! Ég er að dayja mig van...
- Það hefur ýmislegt komið fyrir mig síðan ég skrifa...
<< Home