föstudagur, apríl 11, 2003

Vá ég hef ekki skrifað síðan 20 mars og það er löngu kominn tími á það að ég fari að skrifa eitthvað, ég hef verið allt of löt undanfarið og eiginlega ekki nennt að gera neitt fyrir utan að halda áfram í því að slá út eigið met í sjónvarpsglápi.

Þá er maður nú loksins kominn í páksfrí. Ég er búin að bíða ekkert smá lengi eftir þessum degi. Ég ætla að njóta þess að vera í fríi því stutt eftir páska byrjar alvaran því þá hefst martröð alla nemenda : Lokaprófin. Ég skelf af hræðsdlu við tilhugsunina, 2 og hálfa viku sem maður eyðir yfir leiðinlegum skólabókum og reynir að læra þessa steypu utan bókar. Reyndar er ég í mjög skemmtilegum fögum núna, þannig að hryllingurinn er ekki eins mikill fyrir mig kannski einhverja aðra. Reyndar hef ég komist af því að það er til skrítið fólk sem finnst stærðfræði vera bæði leiðinleg og erfið þannig að þeim mundi kannski finnast þessi próf sem ég er að fara í álíka slæmt og sjálfur dauðinn.

Albert er furðufugl og það vita allir sem þekkja hann eða hafa séð hann einu sinni. Ég rakst á hann á leið minni um ganga skólann þá stoppaði hann til þess að spjalla örlítið við mig en hann gerir það örsjaldan þar sem hann vill helst vera komin í stofuna sem hann kennir í 10 mínútum eða fyrr áður en kennslustund hefst. Hann sagði við mig: *Jæja Erla mín hvernig hefurðu það. Ég var náttulega dáldi hiss því að það má varla trufla manninn þegar hann er á leið sinni um gangana en kom svo loksins út úr mér: Ég hef það bara fínt. Þá spurði hann: Ertu losnuð við kvefið. Ég var ekki alveg að skilja hann og sagði bara: Ha já. Þá sagði hann: Það var nú gott, og hljóp svo upp stigann til þess að verða ekki of seinn í að mæta 10 mín fyrr. En ég stóð kyrr á ganginum og reyndi að muna hvað það var langt síðan ég var seinast með kvef og komst að því að það hafi verið í kringum 20 mars og var fyrir löngu búin að jafna mig á því kvefi og lítil ástæða að minnast þess.

Ég vil aðeins fá að lofsyngja henni systur minni sem er alltaf að lofsyngja mér og mínu bloggi. Bloggið hennar er frábært sérstaklega núna þar sem hún er byrjuð aftur að skrifa eftir langa pásu( annars get ég svo sem lítið sagt). En ég hvet alla sem vilja skyggnast inn í huga læknanema, sem hefur átt alveg glæstan feril í námi sínu jafnvel þó að hún hefur eignast 3 börn á þessum 5 árum(eða er það 6) í læknadeildinni lætur hún hvergi deigan síga og er algjör hetja, að kíkaja á bloggið hennar. Ýtið hér eða ýtið á linkinn thury hér við hliðin á. Dýrð sé Þurý í upphæðum.

|