þriðjudagur, október 11, 2005

Steiktur laukur

Þegar ég vann í sjoppu þá tók ég efitr því að steiktur laukur heitir crispy fried onion á ensku og ég tók líka eftir því að það var til tegund af steiktum lauk sem heitir cronions. Þetta fannst mér mjög sniðugt og datt í hug að það væri mjög sniðugt að gera slíkt hið sama á íslensku og að steiktur laukur myndi þá vera í einu orði staukur. Nú veit ég að flestir íslendingar kalla steiktan lauk einfaldlega steiktan en væri lífið ekki miklu skemmtilegra ef við mundum nú öll taka okkur til og segja öll sem eitt staukur þegar við viljum steiktan lauk. Allavegna þætti mér gaman að geta pantað mér pylsu með tómat og stauk og afgreiðslumaðurinn mundi skilja mig en á ósk mín eftir að rætast, það er spurning. Hún á allavegna ekki eftir að rætast nema að orðið (staukur) berist á manna á milli og þar kemur þú lesandi góður inn í myndina. Já látið orðið berast, hrópið það af hæsta fjalltindi, inn í næstu sjoppu og meðal vina og ættingja. Segjum staukur í staðinn fyrir steiktan þegar við viljum steiktann lauk.

|