miðvikudagur, júní 15, 2005

Hvernig ætli það sé að borða sólarvörn???

Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær sagði mamma við mig að ég væri eins og Stalín. Ég var ekki ánægð með þessa samlíkingu en hún átti víst við af því að ég var svo skítug í framan var eins og ég væri með yfirvaraskegg. En ég vil halda því fram að ég var ekkert í líkingu við Stalín.

Það er vond svitafýla af nördahópnum, ég komst að þessu í dag þegar flokkstjórinn kom að sækja mig í hádegismat og sótti lúðahópinn í leiðinni. Ég sver það var næstum liðið yfir mig ég þurfti að halda inn í mér andanum. Mér leið eins og ég væri komin inn á skrifstofuna hans Torfa (flensborgarar ætti að skilja þetta). úff búff já svo var kúkalykt úti hjá vinnuskólanum því að það var hundaskítur út um allt. Það er víst einhver hundur þarna oft sem er sífellt kúkandi og étandi sólarvarnir (át brúsann hennar Særúnar). Kannski er þetta bara Valtýr prumpuhundur, hver veit?

Ég á miða á Foo Fighters. Hvaða miða átt þú?????

|