mánudagur, maí 30, 2005

Fyrsti vinnudagurinn

Ég vaknaði í morgun og mér til mikillar gleði var gott veður úti. En þetta góða veður sem ég var svo ánægð með entist ekki lengi því eftir mat þá kom þessi helli demba og ég var ekki vel klætt né Jón eða fleiri og svo toppaði held ég bara allt þegar það kom haglél. Ég er að pæla í að mæta í kuldagalla á morgun eða eitthvað sama hvernig veðrir verður. Ég var sko blá af kulda þegar ég kom heim það var bara beint heim úr blautu fötunum til þess að fara í heitt bað. Ég klæddi mig úr blautu fötunum niðri í vaskahúsi sem er ekki frá sögu færandi nema hvað að þegar ég er hálfnuð að klæða mig úr (var sem sagt búin að klæða mig úr buxum og sokkum en var í nærfötum og peysum) þá tek ég eftir því að tilvonandi maður systir minnar er kominn og ég næ að skíla mér í tæka tíð og þannig, þannig að þetta þurfti ekki að vera neitt vandræðalegt en þá byrjaði hún mamma mín: guuuuuuuuuuuuuuuuððððððððððððððððð Kalli farðu aftur út í bíl Erla er á nærbuxunum. erla er á nærbuxunum. Erla er hérna bara á nærbuxunum ( ekki satt ég var líka í peysu). en allavegna nú var þetta orðið frekar pínlegt fyrir alla sem voru á svæðinu nema kannski hana mömmu mína. Ég flýtti mér upp til að fara í heitt og gott bað og til að losna við að heyra að ég væri á nærunum. ég hlakka til að fara uppdúðuð í vinnunna á morgun þrátt fyrir mikinn kulda var þetta hress dagur og þannig.

|