mánudagur, október 03, 2005

Kvefið endalausa....

ég er orðin þreitt á því að vera með þetta leiðindar kvef, ég er búin að vera með þennan kæfandi hósta í 3 vikur þetta er algjörlega að gera mig bandbrjálaða ( ég er svo brjáluð að ég ætla að kaupa mér band). Fór til læknis sem gerði ekki neitt í þessu þar fóru dýrmætar 700 kr. Mér finnst leiðinlegt að fara til læknis, þeir eru alltaf eitthvað að pota í mann og meiða mann og láta mann segja aaaaaa. Þess vegna fannst mér alveg voðalega mikill bömmer að fara til læknis og fá já sofðu með kodda undirbakinu þá hóstaru ekki eins mikið á nóttinni. Ég meina ekki einu sinni hóstasaft. (Þurý ef þú lest þetta ekki taka lækna talið nærri þér, ég er bara pirruð).

|