Gaman í baði????
Ég var í baði um daginn og var að hafa það notalegt þegar allt í einu tek ég eftir því að það var konguló í baðinu með mér. Ég veit ekki afhverju en ég er rak upp eitt óp. Fattaði svo að ég væri ekkert hrædd við kongulær og hafði nú enga ástæðu til að vera hrædd við þessa þar sem hún var við það að drepast í baðinu hjá mér. Ég ákvað að bjarga henni og veiða hana upp úr ( kanski líka aðeins fyrir mig, þótt ég sé ekkert hrædd við kongulær þá sækist ég ekki beinlínis í að hafa þær ofan í baðinu hjá mér). Jæja en hvað eftir smá stund var hún búin að skríða aftur ofan í, og hver voru viðbrögð mín já ég öskraði of miklum kröftum nokkrum sinnum meira að segja. Og svo fór ég að hugsa afhverju er ég að öskra og hætti, en þá var mamma komin fyrir utan baðherbergisdyrnar og að athuga hvort það væri nú ekki í lagi með mig. Ég svaraði að það væri nú allt í fína með mig væri bara að gera nokkrar öskur æfingar svona til að æfa hálsinn. Svo veiddi ég köngulóina úr baðinu og í þetta skipðtið lengra frá svo að hún reyndi nú ekki að drekkja sér aftur.Núna spyr ég ykkur lesendur góðir spurningu sem þið hafið fjóra möguleika til að svara
a)Var kongulóin í sjálfsmorðhugleiðingum og var að reyna að drekkja sér? (vonandi hefur hún þá séð að mér þótti vænt um hana og reyndi að bjarga henni tvisar sinnum og var svo hrædd um líf hennar að ég öskraði meira að segja)
b)Kunna kóngulær kannski að synda og ég var bara að eyðileggja góðan sundsprett.
c)Kóngulær eru heimskar og vita ekkert hvað þær eru að gera
d) Kóngulóin langaði bara til að vera með mér í baði sama hvað það kostaði.
<< Home