laugardagur, febrúar 04, 2006

Gamla góða dagbókin

Ég fann gömlu dagbókina mín frá því að ég er lítil, alveg frá árinu 1993, en þá var ég 8 ára og mjög léleg í stafsetningu (ég er ekki góð í dag en þetta var akammarlegt á þessum tíma). Nú ætla ég að skrifa eina dagbókafærsluna úr þessari bókstafarétt.

égogsitur mínar vorum að baka kofent við stálumst til að smaka. Gunna var að hræra súkulaði og við setum mjólk píklítið ogvið smöguðu súkulaði svo kommamma og hún smakaði deigið og súkulaðið og ég sagði mamma er líka búin situr mína susuð á mig.

Þetta var svakalegt leyndarmál á þessum tíma, að stelast til að smakka súkkulaðið í konfektgerðinni. Mamma mátti alls ekki vita og ég náttúrulega næstum búin að kjafta. Það eru fleiri svona leyndarmál í dagbókinni minn sem var reyndar eiginlega næstum svona leyndarmálabók á þessum tíma af því að ég skrifaði eiginlega bara leyndarmál í hana á þessum tíma.

|