föstudagur, október 22, 2004

Say it aints so!!!

Í dag gerðist merk tíðindi. Ég kom með strák með mér heim í fyrsta skiptið!!! Nei ekki misskilja málið það er ekkert þannig í gangi ef þið haldið það! Þessi strákur er 9 ára og hefur mikinn áhuga á trommum, hann er alltaf að koma í sjoppuna og tala við mig um hitt og þetta í sambandi við trommur!!! Ég hafði einhvern tíman lofað honum að ég mundi leyfa homnum að prófa settið mitt. Svo í gær sagði ég að hann mætti koma til mín í dag og prufa þetta blessaða sett mitt!!!! Eg sagði honum að ég væri búin í vinnu klukkan 4 en færi þá í tónó og kæmi ekki heim fyrr en svona 10 míútum yfir 5!!! Hvað haldið þið stráksi kom klukkan 1 í vinnuna til að segja mér að hann kæmi alveg örugglega. Svo var hann að spjall við mig til klukkan fjögur um School of rock, trommusett og ég veit ekki hvað!!!! Þá fór ég í tónó og þegar ég var á leiðinni heim hitti ég hann. Við löbbuðum síðan heim til mín og á leiðinni spurði hann mig hvað fjölskyldan mín mundi segja þegar ég kæmi heim með strák 10 árum yngri en ég!!!! Þetta fannst mér nokkuð fyndið, hann er hérna enþá og er að verða búinn að spila háttí 2 tíma. Foreldra mínir eru búnir að flýja húsið og gott betur en það, þau eru farin úr bænum í Hveragerði, þannig að í kveld er hægt að hafa placið mitt sem partý place!!!!!! Hann er líka búin að sýna mér settið sitt sem hann ætlar að kaupa sér á netinu og lét mig adda sig inn á mesengerinn minn!!! En ég ætti að fara reka litla vin minn heim svo ég geti farið að fá mér að borða!!!

|