sunnudagur, september 19, 2004

Helgin er of fljót að líða

Helgin er alltof fljót að líða ég trúi því varla að það sé sunnudagur. En það er það víst í alvöru!!!!
Samt var þetta ósköp róleg helgi. Á föstudeginum eftir hræðilega spilamennsku í horntíma var farið heim að tjillað, hjálpað pabba og komið þráðlausanetinu á fartölvuna í gang svo maður komist einhvern tímann að í tölvuna. Svo var maður bara að nördast á msn eins og ég er að gera akkúrat í aujeblikket. Þar spjallaði ég við Björk og við ákváðum að hittast og horfa á eitthvað sneðugt saman. Þegar heim til hennar var komið var ákveðið að horfa á Coupling! Ef þetta eru ekki með því betri þáttum sem hafa verið gerðir þá veit ég ekki hvað!!! allavegna þá hef ég verið eitthvað þreitt því ég var alltaf að sofna en vaknaði alltaf við tryllingslegan hlátur Bjarkar! Svo var spjallað langt fram eftir nóttu, ef það er eitthvað sem Björk kann vel þá er það að tala non stop! Á laugardeginum lagaði ég svo til aldrei þessu vant og nördaðist líka í tölvunni aftur ( Þetta er ekki hægt ég verð að fara að takmark tímann minn á msn!) ! Svo hitti ég Sigrúnu Ýr sem fór með mig í bíltúr. Farið var niður Laugarveginn og svo í ístúr sem var gaman. Þegar ég kom heim gerðist undur og stórmerki ( eða á þetta að vera eitthvað annað orð?) ég, Erla Axelsdóttir eldaði kvöldmatinn! Mamma var að vinna og pabbi var að læra svo ég eldaði fyrir okkur örugglega verstu kássu sem hefur verið gerð en spaghettíið var ágætt! Svo fór ég í samkomu til Berglindar en það er stutt síðan að hún átti afmæli en langt síðan Hildur átti afmæli en þær héldu þetta saman. Ég gaf þeim gjafir sem konuan sem vinnur í Ice in the bucet valdi fyrir mig! Þetta var mjög flott að mínu mati og konunnar í búðinni og ég vona bara að þær hafi verið ánægðar. Þarna voru kökur í boði og læti. Það var mjög gaman þarna þó svo í fyrstu þekkti ég engann fyrir utan berglindi og hildi sem voru þarna því var ég lifandi fegin þegar Hugrún kom og svo kom restin af genginu smá saman. Ég verð þo að viðurkenna að ég fór snemma heim og var komin í háttin jlukkan hálf 2 en miðað við hvernig föstudagskvöldið var þá finnst mér það frekar gott. Svo í dag þá hef ég bara gert ekki neitt eins og á að gera á sunnudögum. Mína helstu samúð fær ´ærún fyrir að hafa þurft að vinna alla helgina.

Sorry fyrir dræmasta blogg ever það verður bara að vera svona inn á milli!!!!

|