mánudagur, október 31, 2005

Fyrr var oft í koti kátt

Halló, halló, halló hef ég heyrt þetta áður? Hlussubaninn ungfrú Afríka. Hvernig sem ég reyni, kaup meir'o'meira. Fermingarbróðir, hann bendir austur: fjall við fjall. Ekki klúðra því. Bæbæ

Já þetta er allt saman léleg Stuðmannalög af lélegri Stuðmannaplötu sem heitir Stuðmenn á Hlíðarenda sem ég setti saman í settningar. Þessi geisladiskur lá á tölvuborðinu þegar ég var að blogga þetta blogg og var alveg gjörsamlega hugmyndasnauð um hvað ég ætti nú að blogga. Ekkert merkilegt hefur drifið á daga mína undanfarið fyrir utan það að ég borðaði epli án þess að þurfa að skera það í bita í fyrsta skipðti í 5 ár seinasta þriðjudag. Já ég gat bara bitið beint í eplið þetta fannst mér afar merkilegt en Eiríki fannst það ekki. Þar með sjáið þið að það er nákvæmlega ekkert merkilegt að gerast hjá mér. Blogga síðar þegar ég hef frá einhverju merkilegu að segja

Kveðja hlussubaninn Erla

|