Það er rétt hjá Særúnu löngu kominn tími á blogg. Er hrædd um að þetta verður lítið spennandi en what the fuck. Humm um seinustu helgi fór ég upp í Skálholt til að spila með SÁ. Ég var að taka svona millistigspróf þannig að ég gat ekki sníkt mér far hjá neinum spilara svo ég fékk ömmu og afa til þess að skutla mér um leið og þau færu upp í sumarbústaðinn sinn sem er þar rétt hjá. Á leiðinni mættum við mörgum bílum og ef einhver bíll ók kjánalega eða var á skrítnum stað þá spurði amma alltaf: Hvert er þessi að fara? við afi höfðum að sjálfsögðu ekki humynd um það en alltaf svaraði afi henni: Þessi er örugglega að fara í bæinn. Þessi er örugglega á leiðinni í Selfoss, og svo frh. alla vegna þá komst ég á Skálholt og var reyndar svoldið sein það var bara næstum búið að æfa Hummel konsertinn en það var allt í lagi. Humm nenni ekki að segja mikið frá þessari ferð þessari ferð. Fyrst var ég svoldið mikið feiminn eins og venjulega en svo komst ég að því að það var algjör óþarfi og sá að þetta fólk væri ekki plebbar eins og ég hafði haldið heldur mjög hresst og skemmtilegt fólk. Svo kom bara fjöldi fólks úr familíunni að horfa á mig spila, sem er dáldið furðulegt því í bænum kemur oftast enginn að horfa á mig svo fer í Skálholt og þá koma allir. Jæja tónleikarnir tókust bara príðilega. Svo eftir þá var bara afslöppun upp í sumarbústað ég svaf eiginlega allanntímann var svo þreitt að ég hafði ekki einu sinni orku til þess að borða. En á leiðinni heim þá fóru mamma og pabbi að heim´ækja vinafólk sitt í Hveragerði. Það er ekki frásögu færandi fyrir utan að þegar við vorum á leiðinni inn þá sagði mamma: Axel viltu læsa bílnum hornið hennar Erlu er´i honum og allt dótið. Pabbi sagði hummm humm. Svo vorum við þarna í heimsókn og bla bla bla. Hjónin sem við vorum að heimækja voru að kaupa sér nýjan bíl og vildu endilega fara með okkur í bíltúr. jújú við vorum nú til í það. Þegar við erum að fara að setjast í bílinn tekur mamma eftir því að okkkar bíll er ólæstur þrátt fyrir að áminninguna frá henni sem er svo sem ekkert nýtt. Hún biður mig því að læsa bílnum. Ég skundast í það og læsi bílnum vel og vandlega. Nei hvað haldiðið ekki nóg með það að pabbi læsti ekki bílnum sem hafði að geyma hljóðfærið mitt heldur skildi hann lyklana eftir í skránni og auaka lyklarnir voru heima. Þar sem við vorum hvort eð er að fara á rútninn var bara ákveðið að lengjann aðeins og fara með hann í Hafnarfjörðinn til þess að ná í aukalyklana. Öllum fannst þetta fyndið nema pabbi sem var alls ekki sáttur með mig af því að ég bara læsti bílnum svo fljótt. En ég skil bara ekki hvað hann var að skilja lyklana eftir í svissinum þannig að þetta er bara honum einum að kenna. Það er allavegna mín skoðun.
nenni ekki að blogga meira núna þótt ég hafi fullt að segja, ég er löt og flöt og á engin föt.
<< Home