mánudagur, nóvember 07, 2005

Illur bifur

Ég þyrfti helst að eiga tvö auka eintök af sjálfri mér til að geta stundað allt sem ég er búin að troða mér í almennilega. 4 tónleikar á einni viku og fullt af æfingum, auk þess er ég að vinna. Þannig að ég þarf að sleppa fullt af LH æfingum og Ungfó en næ að mæta á allar SÁ æfingar.

Einn allra versti sjónvarpsþáttur sem hefur verið gerður er á dagskrá akkúrat núna, þá meina ég fyrir utan Silvíu Nótt, á stöð 2 sem heitir Most haunted. Algjört bull, ég trúi alveg á drauga og eftir líf og allt það en þessi þáttur er bara mjög leiðinlegur. Þau fara að skoða hús og þau ná upp á tökur, eihverjir ljósgeisla, þoku, einhver hljóð og þannig sem eiga vera tengt draugum og þau er svo ánægð með. Svo í enda hvers þáttar kemur gaur og segir þetta gæti reyndar líka verið svona vegna þess að camerurnar eru ekki nógu fullkomnar og eitthvað þannig. Búin að byggja upp eitthvað svaka svo bara drepa þau það alveg niður í endann með því að koma með raunsæjar útskýringar. Allir þættirnir eru líka nákvæmlega eins svo ef maður hefur horft á einn þátt þá hefur maður séð þá alla. Svo er konana sem er kynnirinn einstaklega pirrandi og algjör skræfa, hún er alls ekki í rétta starfinu, ef eitthvað spúkí gerist þá er hún alltaf þotin út með píkuskrækjum. Algjörlega pirrandi.

Hlussubaninn Erla kveður að sinni og vonar að vonandi fari að koma eitthvað áhugavert og skemmtilegt blogg bráðum en þangað til verið þið að sætta ykkur við það að hugmyndir mínar eru algjörlega týnar í hausnum á mér vegna mikilla anna og útkeyrslu.

|