sunnudagur, ágúst 20, 2006

ég í seinasta sinn

Ég var að pæla í hvort ég ætti ekki bara að hætta með þetta blogg. Ég hef ekki skrifað lengi og það lítur út fyrir að enginn nenni að lesa það hvort eð er nema kanski ég og ég þarf ekkert að skrifa fyrir sjálfa mig, ég get bara hugsað það (það er líka miklu auðveldara og hentugra fyrir mig). Hef samt oft verið á leiðinni að blogga en finnst eins og ekkert merkilegt hefur komið fyrir mig til að segja frá og ef eitthvað kom upp sem ég hefði getað skrifað um þá var hún Særún ofurbloggari búin að blogga um það þannig að þá var það orðið þokkalega old news. annað mál á ég að nenna að búa til svona myndasíðu?? Er ég bara ekki einfaldlega of löt til að standa í einhverju þannig veseni??? Get ekki einu sinni póstað mynd á bloggið!!! Áður en ég hætti að blogga í síðasta sinn (líklegast) þá verð ég að koma einu á framfæri: Ég þoli ekki Woddy Allen, hann fer mest í taugarnar á mér, þar með vitið þið það!!!! Núna vitið þið hvernig á að pirra mig, annað hvort að neyða mig til að horfa á mynd með þessum manni eða vera jafn aumingjalegur og hann. Bahh. Búið over and out (varð að stela þessu Íris þetta er bara of góð setning)

|