þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Svar

Já þegar ég bloggaði um myndina gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu glæpsamleg hún er, mínir fjórir liðir voru því:

1. Myndin er glæpsamleg af því að á myndinni er framin glæpur (ölvunar akstur)
2. Á myndinni er glæpamaður (Eiríkur! Éghafði hinsvegar ekki gert mér grein fyrir því hversu mikill glæpamaður hann væri, hélt að ölvunaraksturinn væri nóg, en nei hann var á stolnu hjóli líka)
3. Ég var svo líka að vona að einhver myndi reyna að segja að myndin væri glæpsamlega flott, það gerði enginn! (Hafði engann veginn gert mér grein fyrir því að hann væri ekki með hjálm, þó held ég að fullorðnir mega hjóla hjálm lausir en ég held að það að vera drukinn og hjálmlaus er glæpsamlega hættuleg blanda. Fullorðið fólk má líka hjóla á götu ef það fer eftir umferðareglum en það gerði Eiríkur ekki og því er það glæpsamlegt)
4. Myndin er glæpsamleg af því að ég var glæpsamlega lengi að ná að setja inn myndina (en tókst það þó fyrir rest, klapp á bakið Erla mín)

Þar með hafið þið það ég hafði sem sagt ekki gert mér grein fyrir því að myndin væri jafn glæpsamleg og hún reyndist vera. Svo vill ég styðja Snorra og segja að það að beygla stýrið á hjóli föður hanns er gjörsamlega glæpsamlegt!!! Snorri ef þú ákveður að fara í mál við Eirík þá skal ég vera vitni!!!

Hins vegar er sigurvegari myndagátunnar Særún og fær hún að launum British fuge-ið sem ég var búinn að vinna á hennar síðu fyrir að geta rétt við hennar myndagátu!! Glæsilegur vinningur ekki satt!!! Að lokum vil ég þakka öllum sem tóku þátt. Ég elska ykkur öll!!!

|