föstudagur, september 29, 2006

gvakamólí

Mér finnst gvakamólí skemmitlegt orð. Vildi bara svona koma þessu á framfæri. Þetta er búið að ligja lengi á hjarta mér og ég hef einhvernveginn aldrei haft hjarta í mér að segja frá því fyrr en einmitt núna. Ég var nefnilega einmitt að borða gvakamólí áðan, ekki nóg með að þetta hljómar skemmtilega þá bragðast þetta líka með eindæmum vel. Veit ekki hvort að mér finnst það svona skemmtilegt út af fæðingarbletta atriðinu úr Austin Power myndinni Goldmember eða hvort þetta sé bara eitthvað tilfinningarlegt hjá mér. Eitthvað sem býr inn í mér, undir skinninu mínu, vel geymt í skjaldkirtlinum.Humm !!! Einu sinni vissi ég ekki hvað þetta græna sull (eins og ég kallaði það alltaf) væri sem var alltaf með mexikönskum mat. Mér fannst það ógrinilegt og óseyðandi. Fyrir mér leit það út eins og saman safn af hori. Grænt og slepjulegt en svo komst ég að því að þetta græna ógirnilega sull héti Gvakamólí og samstundist breyttist skoðun mín. Eitthvað sem heitir slíku nafni hlítur bara að vera gott, það er bara enginn annar möguleiki fyrir hendi. Allt í einu var græna sullið orðið að fagur grænni himnasendingu. Núna var mér farið að þykja gvakamólí gott og girnilegt. En það var ekki fyrr en um daginn sem ég fattaði hversu ógeðslega stórkostlega frábærlega gott gvakamólí væri en þá komst ég að því að gvakamólí er gert úr avókató. Avókató, avókató! Það er líka skemmtilegt orð. Afhverju er avókatóskemmitlegt orð gætu sumir hugsað. Jú það get ég sagt ykkur ! Þegar ég var lítil var ég á leikskóla sem heitir Kató (það var ógó gaman þar miklu skemmtilegra en í öldó eða flensunni) og svo er avó náttúrulega bara cool orð fyrir afi ( og afi minn er með eindæmum frábær). Núna borða ég bara gvakamólí í öll mál af því að það finnst mér gaman.

|