fimmtudagur, mars 08, 2007

Loforð er loforð

Ég var víst búin að lofa með semí reglulegu millibili. Ég hef einhvernvegin á tilfinningunni að þetta blogg eigi eftir að vera svoldið mikið mislukkað. Vá ég hef sjaldan verið jafn tóm og hugmyndasnauð og ég er akkúrat núna. Ég er að remast eins og rjúpa viði fánastöng við að hugsa upp eitthvað sniðugt en ekkert kemur. Í höfðinum á mér er bara eitthvað fast vapp úr Bjarkarlagi. Ég er að líta í kringum mig til að fá innbláastur, pennar (nei ég hef ekkert til að skrifa um þá , ég skrifa bara með þeim á blað), drasl eftir mig (vill síður benda fólki á að ég geng aldrei frá neinu), Orðabók (gæti bara verið leiðinlegasta topik ever), svefnsófi með ljótu áklæði (já spennandi topik ef maður hefði einhverja sögu en það er engin. Glatað mál), sjónvarp (ég held að þið ættuð að hætta að lesa og fara að horfa á sjónvarpið), græjur (já ef það er ekkert gott í sjónvarpinu, kveikið þið þá á smá tónlist), bananabúningur (ef þú ert enþá að lesa ertu banani)! Nenni þessu ekki ég er svo tóm núna, ég er farin að tromma. Hell yeah!!!

|