miðvikudagur, janúar 22, 2003

Úbbs það er nú orpið frekar langt síðan ég skrifaði seinast en það er búið að vera svo geggjað að gera en það leiðinlega er að það tengist allt skólanum svo að enginn mundi í rauninni lesa um það flestir mundu bara sofna. Geisp. Ég er hér um bil sofnuð sjálf með því að rifja þetta upp. En ég hef verið að standa í pælingum undan farið og komist af þeirri niðurstöðu að Flensborg hefur fengið alla kennarana úr dýrunum í Hásaskógi eða Lísu í Undralandi því þau eru öll annað hvort eins og talandi dýr, búálfar eða dvergar þettta er mjög fyndið. Magga Bö er alveg eins og köttur það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú sérð hana er KISA en hún er alls ekki ljúf og góð kisa heldur mjög kaldlynd og fráhrindandi og fer sínar eiginleiðir eins og kettir gera. hún talar líka eins og hún sé yfir alla borna og það minnir mig svo sannalega á köttinn minn heitinn hann Tópí sem lét eins og hann væri mikilvægastur í heimi. Baldur eðlisfræði kennari minnir mig stundum á vinalegan bangsa en þó stundum á góðfúslegan búálf það er erfitt að sker úr um það hvort það er en það er allavegna annaðhvort. Ég held að það sé stóra breiða nefið sem gerir það að verkum og yfirvaraskeggið. Svo er það Guðrún hún vaggar mjög mikið og talar mjög skrægt og minnir mig alltaf mjög mikið á önd. Hún er líka allt með mjög skítugt hár ég veit ekki hvernig það kemur þessu máli við en mér dettur það bara alltaf í hug þegar mér er hugsað rtil þessara konu. Svo ekki sé minnst á Þordísi ( Sorrý Magnea ef þú lest þetta en sannleikurinhn verður að koma í ljós, mér finnst frænka þín mjög góður kennari og hin fínasta manneskja en málið er að) hún minnir mig alltaf á dverg það er kannski út af því að hún er mjög lágvaxin með svart krullað hár og gleraugu en það er bara þannig að ég get alltaf séð hana sem dverg ( kannski kom þessi hugmynd frá Tryggva þegar hann skrifaði í skólablaðið um ýmislegt þá minntis hann á að Þordís minnti hann á dverg og eftir það sá ég að það var bara satt). Unnar ensku kennari lítur út eins og hamstur. Það er ekki eðlilegt hvað hann er virkilega líkur hamstri. Anný er eins og naggrís eða guffi. Fólk hefur velt því fyrir sér hver útkoman væri ef Anný og Unnar mundi eignast saman barn, það væri nú sjón að sjá. Já það því hvernig er hægt að orða afkvæmi hamsturs og naggrís á annan hátt. ÚFFFFF!!!! Mér hefur líka verið sagt að það hafi ekki svo fyrir löngu starfað kennari við skólann sem var kölluð Magga MEEEEE af því að hún jarmaði svo mikið þegar hún talaði. Einkennilegt hvað fjósamenningin lifir! Svo er einn kennari sem minnir allra helst á Mick Jagger og það eru engar ýkjur hann heitir Sveinn Þórðarson og var eitt sinn íslensku kennarinn minn en núvernadi íslensku kennarinn minn heitir Arnaldur og er með mjög stór og útstæð augu og lítur því út eins og grameðla eða einhver önnur eðla. Skary !!! Svo er það imminn hann Jói hálft annað orð út úr honum er immmmmmmm já , ummmmmm já og svona immm og ummmm heyrist gífurlega vel í gegnum veggi þið ættuð að prófa þetta ( Hefur stundum valdið miklum hlátri innan veggja Flensborgar) !!!!! Sísí ber nafn með réttu því líkt á nefnið hennar endur tekur hún sömuhljóðin aftur og aftur þó serstaklega sérhljóð í sumum orðum og stoppar svona á þeim eins og gömul plata eeeeeeeeeeeeðlisfræði, auauauauauuauauaga og svo framvegis.

En áður en ég hætti þessu hjali um alla kennarana verð ég að segja frá honum Alberti sem skítur hinum kennurunum ref fyrir rass. Ekki nóg með að þessi maður ber lengsta nafn sem ég hef nokkurntíman heyrt ( AlbertHólmsteinn Norðdal Valdimarsson) þá er maðurinn örugglega frá annarri plánetu. Hann er sá allra harðasti kommúnisti sem ég hef kynnst, hann hefur til dæmis sagt mér að allt það vonda komi frá Ameríku. Hann er alfarið á móti gosdrykkjum og hann eyðir sumarfríinu sínu í að grafa skurði einhverstaðar í Afríku í sjálfboðar vinnu og hlaut gullskópluna einsu sinni fyrir að vera besti verkamaðurinn. Þegar maðurinn fer upp að töflu til þess að sína dæmi eða eitthvað þess háttar þá er hann algjörlega í sínum eigin heimi ég er viss um að ef að það kviknaði í skólanum mundi hann ekki taka eftir því afþví að fjöldi nemenda hefur labbað út og hann hefur ekki grænan grun um það. Það er margt annað hægt að segja um Albert en ég er að leka niður af þreitu & það eru örugglega allir hættir að lesa því að þeim finnst þetta svo leiðinlegt. Þeir sem eru ekki í Flensborg vita ekki um hvern ég er að tala og ef þeir trúa mér ekki ættu þeir bara að athuga há heimasíðu Flensborgar því að þar er mynd af flest öllum kennurunum og þar getið þið séð með eigin augum þessar furðuverur sem við hittum á hverjum einasta degi.

|