fimmtudagur, febrúar 27, 2003
Seinusts helgi fór ég á skauta með systrum mínum. Það var ágætis skemmtun fyrir utan það að þetta er svolldið leiðinlegt til lengdar. Ég vil þó meina það að ég hef verið langt um betri en systur mínar en ég er viss um að þær eru ekki sámmála mér. Skemmtilegast fannst mér þegar við duttum nærri því. Reyndar datt Gunna eiginlega aldrei og var aldrei sinu sinni nálægt því, en hún skautaði alltaf frekar varlega. Þurý systir mín var þó ekki langt frá því að detta einu sinni jafnvelþó að hún fór hægust af öllum og var eins og snigill í kringum héra. En fyndnast hefur líklega verið þegar ég var að drífa mig á klósettið því mér var svo mikið mál og rakst utan í veggin á skautabrautinni og snérist í svona hálfhring og var næstum því dottin en bjargaði mér fyrir horn með því að skella rassinum á vegginn og náði þannig að rétta mér við. Þannig varð því ekki fyrir þeirri skömm að detta. En þetta fannst systrum mínum ógurlega fyndið og það hefur sjálfsagt verið það, en þetta er hlutur sem maður verður að sjá til þess að skilja húmorinn í því. Það sem ég vildi líka segja um þessa skautaferð mína hversu léleg klósettin eru þarna, það er örugglega lagasta svona sturta niður kerfi á klósettinum þarna sem ég hef á ævi minni ´seð. Það er eins gott að einhver geri ekki stórt þarna inni því það mundi aldrei sturtast niður. En þetta minnti mjög á klósett aðstæður sem ég hafði einu sinni þegar ég var í útlöndum í heldur framandi landi. en alla vegna þá hafði vinkona (sem verður ekki nefnd á nafn vegna þess að ég sór þagnaðareið)mín einmitt gert stórt í eitt klósettið en gat ekki sturtað niður. Henni leið mjög illa með þetta enda er það ekki siður hjá íslendingum að skilja leifarnar eftir á ´lósettinum og kom til mín og spurði mig ráða hvað hún ætti að gera þegar ég átti þarna leið framhjá klósettinu. Ég hjálpaði henni að sjálfsögðu eins og góðum vinkonum sæmir. Ég sá að við hliðin á klósettinu var klósettburstu og okkur datt í hug að ýta því niður með honum, og viti menn þetta heppnaðist!!!!! ÆÆÆÆ þetta var fyndið en þessari vinkonu minni fannst það ekki. Enda varð ég að lofa henni að segja alls engum frá þessu. En núna veit ég ekki hvort að ég hef sagt of mikið en ég vona það alla vegna ekki!!!!
|
<< Home