mánudagur, janúar 27, 2003

Ég hef ákveðið að verða ekki nunna.
Fleira sem ég hef ákveðið er eftir farandi.
Ég ætla að reyna að klára skólann á 3 árum
Ég ætla aldrei að rugga mér á stólunum í Flensborg því það eru miklar líkur á þeir brotni.
Ég ætla aldrei að reykja.
Ég ætla að læra að blístra almennilega. Það er aldrei að vita nema það komi að góðum notum
Ég ætla ekki í háskólann.
Ég ætla aldrei að horfa á Derrik enda er sjónvarpið löngu hætt að sýna hann.
Ég ætla að borsa meira og vera ánægð.
Ég ætla að vinna pabba í spurningarleik einhvern daginn.

Þetta eru öll mjög mikilvæg markmið fyrir mig og hyggst ég standa við þetta. Verið þið sæl að sinni

|