föstudagur, janúar 31, 2003

Í dag varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Ég ´fékk skilaverkefnin mín til baka og ég fékk bara 8, búhúú búhúú. Ég fór að skoða hvað hafði verið vitlaust en komst af því að ég hafði gleymt að gera 1 dæmið. Það var spæling. Ég varð reið og lagðist í þunglyndi æí 10 mínútur en fattaði svo að heimurinn mundi ekki farast þó að ég fengi einu sinni átta og tók gleði mína á ný. Látið þetta ekki henda ykkur athugið vel hvort að þið hafið reikanað öll dæmin áður en þið skilið skiladæmunum inn.

Þessi vika er vika gleymskunnar hjá mér. Ég er sífellt búin að vera gleyma hinu og þessu, t.d. gleymdi égt að fara með leikfimisförtin í skólann, gleymdi að koma með æfingarbókin í horn tíma og að fara á sinfóníutónleika. Ég gleymdi að koma með pening í trommutíma sem ég skuldaði Jón og svona mætti lengi telja. Vá hvað ég þarf að fara að muna, svo ég geti gleymt einhverju þegar ég er orðin gömul og þá getur fólk farið að segja að ég sé kölkuð en það gerist ekki ef ég man aldrei neitt þá hef ég aldrei munað neitt og þá hef ég ekkert til þess að gleyma....

Ég var að borða heila 16 pizzu áðan, hún var ekkert spes Papino pizzur eru ekkert sérstakar. Ég er enþá svöng maður verður einhvern meginn ekki nógu saddur af þeim, ég þyrfti allavegna svona eins í viðbót til að verða södd. Næst kaupi ég hjá Dominos eða Hróa engin spurning.

|