Ég hef verið að pæla í því hvað ég lifi nú óspennandi lífi ég hef ekki gert neitt að viti. Kvöldin hjá mér fara annað hvort í æfingar sem reyndar eru skemmtilegar að sitja og horfa á sjónvarpið með foreldrum mínum hversu óspennandi getur þetta orðið.
Svo þegar fólk spyr frétta & hvort maður er ekki búin að gera eitthvað spennandi síðan við sáumst síðast þá get ég ekkert sagt nema: Já þetta er nú búið að vera skemmtilegt og hápunlktur vikuna var að horfa á Jay Leno með pabba. Hann er alveg kengilmagnaður maður hann pabbi minn. Það er svo gaman að horfa á svona þætti með honum hann hlær svo mikið og hefur gaman af svona hlutum
Þetta hljómar eins og ég sé gift honum og egi 3 börn eða meira. Þetta er frekar svona sorglegt. Svo koma vinkonur mínar til mín og segja mér alls kyns sögur af þeim og hvað það sé alltaf gaman en foreldrar þeirra séu´heldur í strangari kanntinum og viji ekki leyfa þeima neitt. En þær hugsa ekki ú tí að vera ánægðar með sitt. Þær eiga þó líf ólíkt mér. Foreldrar mínir eru ekki beinlínis strangir og þau vilja endilega að ég geri eitthvað annað en að hanga með þeim ( þau eru örugglega orðin leið á mér) þannog að þau veita mér frelsi ef ég vil en ég hef aldrei neitt að gera. Ég held að ég eigi eftir að gerast nunna þegar ég er orðin eldri því það er alla vegna ekki mikil breyting á því lífi sem ég lifi núna og því á ég örugglega ekki erfitt með að standast freistingar.
jæja best að fara að læra svo eg geti orðið nunna í framtíðinni. Það er aldrei að vita nema þær taki fólk inn eftir einkunum.
Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa. Ég er gjörsamlega gerilsneydd öllum hugmyndum
Previous Posts
- Ohhhhh
- Aðeins nokkrum mínútum síðar og Sigrún er komin me...
- Ég ætla að skora á hana Sigrúnu Ýr vinkonu mína á ...
- Já já já já já já já já já. Þetta er búinn að vera...
- Ég var að koamst af því að klukkan er ekki rétt hj...
- Úbbs það er nú orpið frekar langt síðan ég skrifað...
- Í gær leigði ég Austin powers og Seven með tveimur...
- Björk örk
- Ég hafði ekkert að gera um daginn svo að ég fór að...
- Það hefur ýmistlegt gerst hjá mér síðan ég skrifað...
<< Home