sunnudagur, apríl 08, 2007

Afsakið hlé

Bloggleysi undanfarið hefur stafað of of miklu anríki, uppiskorpun á hugmyndum og almennu áhugaleysi til að blogga.

Það hefur verið nóg að gera í Bjarkarbatteríinu undanfarið. Við skvísurnar aka tíu stúlknaher aka svalasta blásarsveit landsins aka Wonder bras(s) fórum í myndartöku á laugardegi fyrir viku þar sem við vorum klæddar í 10 manna kjól. Það var mjög sérstakt aðvera í sama kjól og einhver annar hvað þá níu aðra það var ekki complex að vera í eins kjól heldur í eina og sama kjólnum. En þetta var bara svo mikil snilld og ég mæli með þeirri lífsreynslu að vera 10 saman í kjól. Það var bara gaman. Svo voru líka tónleikara á NASA til styrktar FORMA, þar tók Björk 3 lög, við spiluðum með í 2. Það voru sem sagt bara við stelpurnar og Jónas Sen sem fylgdum henni á þessum tónleikum. Eða já bara 11 manns! Það tókst bara vonum framar fannst mér allavegna. Við erum búnar að vera æfa mikið og því ekki haft mikinn tíma til að hanga út í sjoppu að reykja. Á morgun eru svo tónleikar í Laugardalshöllinni eftir þá tónleika fáum við ágætis frí þar til við höldum út í heim á tónleikaferðalag, þá lofa ég nú að vera aðeins duglegri að blogg. Ég er kannski ekki alveg á því að taka daglegt blogg eins og Gunna systir vildi en það verður allavegna meiri virkni en hefur verið undanfarið ár.

Hey já : Gleðilega páska allir saman

Gubbgubb ég er svo stressuð fyrir morgundeginum. Ég er búin að vera með hnút í maganum í allan dag eða kanski er þetta bara magaverkur eftir allt sælgætis átið! Súkkulaði dagurinn mikli vá það er ekki til betri afskön en dagurinn í dag til að troða í sig svo miklu súkkulaði og maður getur í sig látið og helst meira en það.

|