Er að deyja úr stressi, spenningi og ég veit ekki hverju
Til að útskýra þetta með reykingarnar í seinustu færslu þá skrifaði fréttablaðið í viðtali við Valdísi og Bergrúnu: Báðar hafa stelpurnar lært á hljóðfæri frá því að þær voru á ungar og þóttu á tímabili hálf kjánalegar að vera heima að æfa sig á hljóðfæri þegar þær hefðu getað verið úti í sjoppu að reyja eða eitthvað í þá lund. Þetta er nú bara kjánalegur texti og við erum búnar að hlægj svoldið af honum. Við hefðum getða verið úti í sjoppu að reykja það var sem sagt enginn annar möguleiki í stöðunni.Já tónleikarnir voru fyrir rétt rúmri viku síðan. Þeir gengu bara ágætlega miðað við fyrstu tónleika. Ég var bara mjög sátt við alla gagnrýni sem ég hef heyrt eða lesið til þessa. Þetta var samt svo skrítið, að vera upp á sviðinu partur af showin. Ég er bara svo vön því að vera hluti af brjáluðum áhrofendum. Þetta var bara ótrúlega skemmtilegt og ég hlakka bara til þegar við verðum orðnar aðeins showaðari í þessu og náum að njóta okkar til fulls á sviðinu.
Ég flýg til New York á morgun. Ég byrja samt á því að fara í viðtal til Bandaríska sendiráðið á morgun, þar sem verða tekin fingraför og ég yfirheyrð til að ganga úr skugga að ég sé alveg örugglega ekki hryðjuverkamaður.
Við byrjum svo á því að spila í Saturday Night Live þar sem Scarlett Johannson verður kynnirinn. Áhugsmair geta öruggleg horft á netinu eða eitthvað.
Hægt er að fylgjast með á www.bjork.com þar verða fréttir og Jónas ætlar að blogga.
Svo ætla ég að reyna að vera dugleg blogga hérna og setja inn myndir á www.bjarkarbrass.myphotoalbum.com . Það eru nokkrar myndir komnar þar inn frá æfingum og frá tónleikunum Annan í páskum þar sem eru myndir baksviðs og frá eftir-partýinu sem var á Boston.
Ég ætla líka að mæla með bloggunum þeirra Særúnar: www.svidasulta.blogspot.com og svo Valdísar: www.valarinn.blogspot.com.
Næsta blogg verður þegar ég er búin að kaupa mér tölvu í Bandaríkjunum eða fer á internetkaffi eða eitthvað. Vá ég er orðin svo steikt í hausnum, það er eins gott að ég fari að sofa svo ég sofi ekki yfir mig á morgun og missi af tímanum hjá sendiráðinu.
<< Home