Fyrsta bloggið mitt í úglöndum
Loksins gef ég mér smá tíma til að setjast niður og blogga en þar sem ég er svo langt á eftir á í blogginu hef ég ákvðið að blogga um viku og viku í einu þar til ég næ tímanum í dag.fyrsta vikan var einhvernveginn svona
18 Apríl
Stress dagurinn mikli!
Ég átti eftir það skemmtilega verkefni að fara í Bandaríska sendiráðið í viðtal (gott að gera það samdægurs og maður fer út, því þá er alls ekkert stress í gangi........ NOT). Ég þurfti að fara í gegnum málmleitarhlið og ég veit ekki hvað! Þú getur heldur ekki komist í snertingu við fólkið sem vinnur þarna það eru bara skotheldgler og maður þarf að spjalla við fólk í gegnum mikrafóna, þannig að maður heyrir varla hvað er verið að segja við mann. Þarna var ég í stressinu, var að fara út þennan sama dag og átti eftir að gera milljón hluti eða svo. Þegar röðin var komin að mér heyrði ég ekki í manninum þar sem ég var niðursokkin í Grapevine grein um útgáfutónleika Ólöf Arnalds á Við og við og greinin við hliðin á henni var um Bjarkartónleikana í Höllinni, tveir tónleikar sem ég spilaði á. Allavegna endanum heyrði ég í manninum, þar var ég spurð allskonar random spurningar. þegar hann tók eftir því að ég hafði aldrei farið til Bandaríkjanna áður sagði hann mér að ég mundi elska það land. It's a great country. You are going to see some great things. Og eins sem mér datt í hug að segja var: Cool. Þegar ég var að fara sagðist hann ætla að hringja í mig þegar að passinn minn væri tilbúinn, ég ætlaði að fá að vita hvort að það væri langur tími sem færi í þetta og þá var svarið þú færð hann kannski í dag. Hjartað í mér missti úr slag því ég þurfti eiginlega á vegabréfinu mínu að halda til að komast út, en ég þorði ekki að vera með neina stæla því annars hefði ég örugglega verið skotin á staðnum eða fengið Visa Not Approved. Ég var í stressinu allann daginn keyrði meira segja óvart yfir á rauðu ljósi. Ég náði samt að redda öllum þeim hlutum sem ég átti eftir að gera. Ég hringdi svo í Björk sem hafði líka verið í viðtali hjá sendiráðinu og þá voru passarnir okkar tilbúnir og hún fékk barasta að sækja hann fyrir mig. Málunum var reddað!!! Ég tók svo eftir því á leiðinni til Keflavíkur að nafnið mitt væri rangt skrifað á flugmiðanum nú var hét ég allt í einu Erlia. Great!!! Þurfti sem sagt að breyta því þegar ég kom upp á völl eða ég þorði ekki öðru það er svo allt strangt þarna á flugvöllum í USandA og ég vildi hafa allt 100% á hreinu. Jæja flug og allt það gekk bara vel þurfti aðeins að vesanast með hornið eins og venjulega. Það fékk barasta sér sæti í flugvélinni og alles. Eðal treatment fyrir Lexa. Þegar við vorum lent á JFK vissu allir sem höfðu verið í flugvélinni með okkur hvað við værum að far að gera. Það tóku náttúrlega allir eftir hljóðfærunum sem er kannski erfitt að missa af og svo þekktu flugfreyjurnar Brynju sem vann í fyrra sumar sem flugfreyja, þannig að spurningunum rigndu yfir okkur. Efitr yfirheyrslur, raðir endalausar biðir og svona venjulegt ferðadót komust við loksins á hótelið okkar. Við vorum orðin ógeðslega svöng enda mikið búið að ganga á þannig að það var bara hlupið yfir götuna á veitingarstaðinn þar. Þegar starfsfólkið vissi að við værum Íslendingar var Björk sett á fóninn sen okkur fannst mjög fyndið. Um nóttina dreymdi mig svo að við værum að æfa fyrir SNL. Útlisthönnuðir þáttarins fannst hornin ekk líta nógu vel út á skjánum svo þeir höfðu ákveðið að beygja bjöllurnar upp bara fyrir þáttinn og svo ætluðu þeir bara að beygja þær aftur niður eftir þáttinn. Ég var alveg brjáluð í draumnum og sagði þeir mundu sko ekki snerta hornið mitt. Ég vaknaði hálf ringluð og horfði á hornið mitt sem var á sínum stað og alveg í heilulagi.
19. apríl
Fórum á æfingu fyrir SNL í NBC húsinu, þar sem við vorum leiddar um húsið í halarófu af lærlingum svo við mundum ekki villast í þessu stóra húsi. Við æfðum nokkrum sinnum Earth intuders og Wanderlust. Það voru svona túristarferðir þarna og við vorum stundum eins og apar í búri eða eitthvað því það voru alltaf að koma ferðir og horfa á okkkur í gegnum glugga. Sem betur fer tóku hornin sig bara vel út á skjánum og það þurfti ekki að breyta neinu. Eftir æfinguna var loksins tími til að versla. Hehe já það fyrsta sem Íslendingar gera í útllöndum, við vorum búnar að iða í skinninu að fá að versla svoldið. Stefnan var tekin á tónlistarbúðir. Við byrjuðum á Sam Ash þar sem ég fékk tvær bækur en mig vantaði svo silent brass þannig að ég fór með Silvíu og Valldísi í göngutúr að leita af Ray Burns tónlistarbúð. Okkur var sagt rangt heimilisfang og við löbbuðum endalaust í vittlausar áttir. Við stoppuðum svo eftir mikla leit á götuhorni og vorum að pæla hvort við ættum bara að taka leigubíl heim eða leita aðeins áfram, þar sem við vorum búnar að leita svo lengi að þessari búð þá langaði mig ekki að gefast upp. Mig langaði í Silent Brass. Silvía var heldur ekki á því að hætta við löbbuðum yfir götuna og þá tók ég eftir að búðin var bara beint fyrir framan okkur allan tímann. Hehe svoldið falin búð en við fundum hana sem betur fer. Þar var okkur vel tekið. Eftir afgreiðslumennirnir höfðu spurt okkur hvað við værum að gera í New York urðu þeir mjög spenntir. Þeim fannst ekki amalegt að hafa þrjár stelpur sem spiluðu með Björk í verslunninni. Við fengum þá hluti sem við vorum að leita af, ég fékk silent brass og chop saver. silvía fékk dýru monette munnstykki (2 stykki eitt kostar c.a. 40 þúsund. ) Og Valdís fékk vasa trompett. Þegar við vorum að fara vildu sölumennirnir endilega taka mynd af okkur með sér til að setja á heimasíðu búðarinnar. Við vorum alveg til í það en fannst það samt dáldið kjánalegt. Akkúrat þegar þeir voru að fara taka mynd hringdi mamma í mig. Ég var dáldið dónaleg af því að ég vildi ekki vera í símanum á myndinni af því að mér fannst það dáldið kjánalegt þá lét ég mömmu bíða og svo skelti ég á hana í þokkabót því að ein mynd var ekki nóg fyrir þessa menn þeir urðu báðir að fá mynd með sér. Ég hringdi í hana um leið og þessum myndatökum lauk.
20. apríl
Fórum í hópferð til að fá Social security number, Saun leiddi hópinn. Hann var á aðeins og mikilli hraðferð og megnið af okkur týndi hópnum þegar hann og sumir strunsuðu yfir götu á rauðri hendi (hér er ekki rauður kall og grænn kall heldur rauð stopp hendi og hvítur kall) án þess a taka eftir því að megn hópsins vantaði. Ja við ákváðm þá bara að labba áfam þangað til að við fundum þau. Fyrir tilviljun tók ég eftir þeim ég ætlaði negfnilega að spurja einhvern um eitthvað auglýsingaskilti og þá sá ég þau (Shaun, Damain, Bergrún og Sylvíu) hoppandi undir þvi. Þegar við komum í Social security dæmið voru fúlustu verðir sem ég hef hitt á ævi minni þeir voru bara að öskra á okkur af því að þeim fannst við vera með læti (við vorum bara að spjalla) og voru með endalausa stæla. Það mátti ekki drekka né borða þarna inni (þar með talið vera með tyggjó) ekki vera með útvarp , ekki sitja á miðstöðinni. Fullt af reglum og alls engir brandarar leifðir þarna inni. Síðan var verslað, ég fór í hóp með Brynju og Hörpu því við vildum kíkja á svipaðar búðir.Eftir heilmikið búðarráp fengum við okkur að borða á veitingarstað sem leit út fyrir að vera franskur veitingastaður en þetta var meira vona allt mugeligt. Þar inni var fúlasti þjónn í heimi, hann skellti vatninu okkar á borðið og sullaði því í glösin. Hann nennti varla að irða á okkur, við ákváðum að henn fengi nú ekki mikið tipps þessi. Hann hafði samt það mikið effort að setja upp gervi bros alltaf þegar hann labbaði framhjá okkur. En hann vann samt á var alltaf skárri og skárri við okkur. Var bara ágætur þegar hann kom með matinn til okkar og mjög indæll þegar hann kom með reikninginn til okkar. Þá spurði hann okkur hvort að við værum nokkuð frá Íslandi. Við svörðum því játanadi að sjálfsögðu. Hann hafði tekið eftir því að aftan á peysunni hennar Hörpu stóð Hvítt rusl og honum fannst eins og það væri íslenska. Hann sagði okkur þá frá því að hann kannaðist við skrifaða íslensku af því að hann elskaði Björk. Við stóðumst þá ekki mátið og sögðum honum frá því að við værum í hljómsveitinni hennar og værum að túra með henni. Ég helt að maðurinn ætlaði yfir um hann var svo spenntur. Við sögðum honum að horfa á SNL og hann sagðist bara ætla að koma með okkur á showið öðruvísi væri það bara ekki. Já hann fékk nú ekki að koma með en hann fékk sögu til að segja vinum sínum allavegna hljóp hann beint til hinna þjónanna eftir að hann hafði talað við okkur og sagði þeim hvað hafði drifið á daga sína. Um kvöldið fórum við Sigrún og Sigrún og Björk á tónleika á Ground Zero til að hitta Damian sem hafði sagt okkur frá þessum atburði. Þangað fórum við með leigubíl þar sem bílstjórinn talaði alla leiðinni um ekki neitt og um mjög random hluti. Ég þoli ekki söng, frændi minn á hús í Svíþjóð, ég á vin sem er alkahólisti hann talaði líka frekar lélega ensku svo við áttum mjög erfitt með að skilja hann. Ground Zero er ein stór hola af rusli og fullt af vinnutækjum, það er mjög skrítið að hugsa til þess að þarna höfðu verið tvær stærstu byggingar í heimi. Við leitðum og leituðum af þessum tónleikum sem við héldum einhvera hluta vegna að væru úti tónleikar. Með hjálp mjög indæallar konu fundum við staðinn sem reyndist vera Winter Garden. Ekki besta húsið fyrir tónleika, hljómburðurinn þarna inni var skelfilegur. Hljómsveitin sem spilaði var hinsvegar snilld The Konaga Kings. Þetta voru þrír konga leikarar frá Kúbu ásamt hljómsveit. Tveir meðlimarinnar höfðu verið með frá byrjun en það voru tveir kongaleikaranna. Annar var 86 ára þetta sama kvöld og hinn var hátt í það. Eftir tónleikana hittu hinar stelpurnar okkur og við tókum öll saman Subway á veitingarstað í Greenwich vilage með vinum hans Daminans þangið að við vorum allt í allt c.a. 30 manns sem er nokkuð stór hópur. Við fórum öll á mjög góðan ítlaskan veitingarstað sem heitir Choi, þar var dáldið troðið þar sem við vorum svo mörg en það var bara notalegt.
21. apríl Saturday Night Live
Ég fór með Silvíu og Valdísi í verslunarleiðangur. Þar náði ég að gera Valdísi veika fyrir tölvunni sem mig langaði í. við fórum svo á borða á Health food restaurant þar sem stelpurnar eru allar í hollustinni. Þetta reyndist svo ekki vera neitt hollustu fæði sem við fengum heldur sveittasti maturinn í ferðinni og ótrúlega vondur. Ég borðaði í mesta lagi fjóra bita af matnum mínum. Svo var þetta mjög dýrt á miðað við gæði. Við mættum hálftíma of seint á æfingun sem hafði verið skipulagt til að læra Earth intruders utan af því okkur fannst asnalegt að vera lesa textann af blaði. Æfingin sem var í mínu herbergi (já ég veit það er mjög asnalegt að mæta sein á æfingu sem er skipulög í manns eigin herbergi) Æfingin gekk vel og við náðum textanum. We are the earth intruders, we are the sharp shooters, flock of paraschuters nessasary woodoo. Síðan farið með okkur á NBS, í búningsherbergunum okkar er alltaf fullt af nasli og snakki og allskonar góðgætum. Við byrjum alltaf að fá okkur, við vorum næstum því búnar með allt áður en við fórum í soundtékk. Soundtékkið gekk bara vel. Efti það var svo matur í mötuneitinu á NBS. Ég hef aldrei farið á mötuneiti sem er með svona flottan og góðan mat, það voru milljón möguleikar og heilt eftirréttaboð. Eftir bið og meira át í herberginu okkar var Dress rehersal, þar er þátturinn tekkinn í gegn eins og ef þetta væri beint. Þar eru samt miklu lengri, þar eru allar skettsarnir teknir og svo er ákveðið hvað verður í þættinum og hvað er breytt. Svo er þetta líka tekið ef eitthvað skildi koma upp á þá er hægt að nota upptökuna í það. Ef fólk hefur horft á Studio 60 þá virkar þetta bara eins nema það er ekki alveg eins mikið drama í gangi þarna. Eftir æfinguna fengum við svo meira að borða við báðum að fá pizzu senda í herbergið okkar. Þetta lítur út fyrir að vera eins og við séum alltaf borðandi sem er kannski satt en svona batterí tekur allann daginn og tekur líka á þannig að maður þarf fullt af orku. Síðan var bara komið að þættinum sjálfum við gátum séð þáttinn í herberginu sem við vorum með. Scarlett Johannsen var gestakynirinn, hún er frábær leikona ég held að hún sé einu eða tveimur árum eldri en ég hún skipti svo auðvedlega um allskonar karaktera. Þátturinn gekk vel og við stelpurnar dýrkuðum allar atriði sem heitir Roy rules. Vá það var bara besti sketsinn í þættinum. Eftir þáttinn var okkur skutlað á hótelið þar sem við hlupum inn með hljóðfærin og svo aftur út og keyrðum í eftir partíð sem var á einhverjum veitingarsað. Þar var allskonar þekkt lið en ég vissi samt ekkert hver voru, þarna var náttúrulega leikarahópurinn úr SNL og Scarlett og svo var einvher uppistandar sem stelpunrar héldu ekki vatni yfir. Eftir þetta partý var eftireftirpartýið á stað sem heitir AZZA. Þar var stuð fram eftir kvöldi en við tókum samt svoldið skynsamlega á því og fórum um 3 leitið enda flug til LA daginn eftir.
22. Apríl
Vaknaði um 12 leitið algjörlega í tjillinu. Tók mér dágóðan tíma í sturtu og svona. Ég ákvað samt að kíkja hvenær við áttum að vera tilbúnar fyrir flugið. Á blðinu stóð lobby call 12:30 og lagt a stað upp á flugvöll kl 13:00. Klukkan var 12:20 og Sigrún var enþá sofandi og við áttum báðar eftir að pakka. Ég hljóp og kveikti öll ljós öskraði á Sigrúnu að fara á fætur. Við pökkuðum á met tíma og pössuðum upp á það að í töskunum okkar væri ekki meira en 23 kíló. Við náðum niður á góðum tím og tékkuðum okkur út úr hótelinu. Reyndar náðum við ekki að borða en náðum þó að hafa allt með okkur.Við fórum á JFK og flugum með Jet Blue til LA. Þetta var lengsta flug ævi minnar þó að þetta var ekki nærri því að vera lengsta flug sem ég hef farið í. Það var líka öllum ógaltt eftir þetta flug ví þeir lækka flugið svo mikið á stuttum tíma þetta var nánast eins og að vera í rússíbana. Við vorum á flottu hóteli með Over size swimmingpool sem ég reyndar fór aldrei í. Við fórum út að borða á Mel's Diner sem var mjög típískur bandarískur diner eis og maður sér í bíómyndum. Síðan var bara farið að lúlla enda allir þreittitr eftir kvödið áður.
23. apríl
Ég fór í Disney World með Björk , Ísadóru, Andreu (förðunarfræðingurinn) og Helgu (barnfóstrunni). okkur stelpunum hafði staðið til boða að fara með en það vildi enginn fara nema ég. É ger alltaf svo spennt yfir skemmtigörðum.Meðan ég og Andrea vorum að bíða eftir bílnum sem átti að taka okkur í garðinn kom Björk (Níels) að mér alveg í rusli. Hún fyrirgefðu að ég gleymdi en til hamingju með afmælið. JÁ en ég á ekkert afmæli í dag það er ekki fyrr en á morgun. Björk var svo ringluð og vissi eiginlega hvernig hún átti að vera svo hún hló bara og fór í burtu. Ég þorði ekki að hlægja af henni þótt mér fannst þetta mjög fyndið því að hún var virkilega miður sín yfir því að hafa gleymt afmælinu mínu. Disney garðurinn stóð alveg fyrir sínu, þar inni sá ég meðal annars hallærislega fyrirbæri í heiminu. High school musical um körfubolta og cheerleading og hina sönnu ást. Við endust nú ekki í að horfa á það en ji-minn hvað það var fyndið.Um kvöldið var svo æfing í Burbank, þetta voru æfingar með ljósashow-i og myndavélum og allskonar græjum til að venja okkur við það. Við fengum geðveikt góðan thai mat á æfunginni namm hvað hann var góður. um kvöldið fórum við Sigrún í herbergis heimsóknir fyrst til Silbvíu og Valdísar og svo til Sigrúnar og Bjarkar. Sigrún herbergisfélagi var búin að kaupa maska og allskonar snyrtidót svo við tókum smá fegrunar aðgerðir á herberginu okkar með allskonar kremum og látum og að sjálfsögðu tókum við myndir. Fékk líka fullt af smsum áður en ég fór að sofa því þá var morgun á Íslandi og ég var að fá afmæliskveðjur og viðvörun um símhringingar.
24. Apríl (þá á ég afmæli)
Vaknað i kl 8:00 við Kristjönu Stefáns í ipodgræjunni á hótelinu. Nice ekki einhver helvítis sírena eða vond popp tónlist. Ég fór í morgunmat og kíkti aðeins í tölvuna. Svo fór ég bara niður í herbergi að strauja kjólanna mína þá kom Sigrún allt í einu hlaupandi inn til mín og sagði mér að koma með sér núna strax. Ég rétt svo náði að kippa straujárninu úr sambandi og svo hlupum við upp á fjórðu hæð þar sem comfress herbergið var reyndar þurfti ég að bíða aðeins fyrir utan herbergið meða nsigrún hljóp aðeins inn á meðan kom fólk að mér sem var fram á gangi og bað mig um að hafa lágt því þau væru að funda. Ég vissi að stelpurnar væru líklegast að fara spila afmælissöngin en sagði bar já já ekkert mál. Svo kom ég inn í herbergið og viti menn þar voru þær búnar að stilla sér upp og spiluðu afmælissöngin í mjög skemmtilegri útsetningu sem Sugrún K hafði verið að dunda við að gera. Þær höfðu líka keypt kort og kert og sett kertin á muffins en voru ekki með kveikjara. Eftir frábæra byrjun á dagi fórum við á æfingar og æfðum stíft. Það var reyndar ótrúlega gott veður þennan dag svo við borðuðum hádegismatinn úti og fórum í smá næstum því körfu þar sem það var ekkert körfuspjald þarna. Svo æfðum við stíft áfram og þegar við vorum búin og að bíða eftir matnum þá var alltaf verið að kalla stelpurnar smátt og smátt fram. Fyrst héldum við að þetta væri af því að launa málin voru í einhverju veseni og af því að ég hafði ekki farið inn á heimabankann minn þá var ég ekki viss og fór fram og þá tók ég eftir því að það var eitthvað annað í gangi og hypjaði mig bara aftur inn í herbergið til að eyðileggja ekki spurise-ið algjörlega. Þegar allir höfðu farið fram og svona þá kom Trasy inn með köku og kort handa mér. Ég var enþá með ókveiktukertin frá því um morgunin og við skelltum þeim á og ég fékk að blása á þau og þar sem þau voru bara fimm þá náði ég þeim í einum andardrætti. Við ákváðum samt að geyma kökuna í eftirrétt. Við fengum sushi og grænmetismat í kvöldmat, ég smakkaði smá suahi og það verður betra með hverjum bita en samt finnst mér það enþá ekkert spes. kakan var hinsvegar mjög góð ein sú besta sem ég hef fengið.Við skelltum okkur á hótelið aftur þar ákváðum við að hittast á hótelbarnum í tilefni dagsins. Á hótelbarnum voru Allan og Mark. Allan var að kenna okkur töfrabrögð og var líka með smá show. Númi (kokkur sem ég hélt fyrst að væri útlendingur og talaði við hann á fullu á ensku þrátt fyrir að hann var búinn að tala við mig á íslensku) og Helga mættu líka hress.
N´sta vika á eftir þessu kemur fljótlega og svo kemur örugglega hressando og skemmtileg blogg þegar ég er búin að ná tímanum!
<< Home