þriðjudagur, maí 08, 2007

Viku blogg nr. 2

Ég vona að ég verði ekki alltaf í viku að skrifa um viku hérna. Hérna kemur allavegna um viku tvo í túrnum. Enjoy og ég reyni að setja inn myndir eins fljótt og ég get þetta er smá vesen.

25. apríl
Særún og Valldís höfðu ákveðið að fara í ljós kvöldið áður en svo var það svo dýrt á miðað við spray-tan að þær ákváðu að skella á sig smá lit. Þær vildu nefnilega næla sér í smá lit í LA og þar sem við vorum alltaf inni á æfingum og höfðum engan tíma til að næla okkur í brúnku. allavegna þær fengu annan tíma frítt svo þær fóru 2x í spray-tan og eftir það voru þær alveg svartar og líka mjög flekkóttar. Við æfðum mikið þennan dag með layserunum og ljósashowinu. Við tókum meira að segja eina æfingu í búningunum og núna voru fánarnir okkar komnir sem við erum með á bakinu. Núna er bara ekki fræðilegurmöguleiki á því að missa af okkur ef við erum í búningunum okkar! Þegar við vorum í pásu og vorum eitthvað að hanga í búningsherberginu okkar þá var allt í einu hennt inn kassa til okkar með fullt af Addidas vörum sem við máttum eiga. við vorum ekki lveg að fatta þetta fyrst, frítt dót, hvað er það. Þá hafði verið senttil Bjarkar fullt af Addidas vörum sem hún hafði ekki áhuga á svo við fengum að eiga það. Eftir kvöldmat fengum við þá brilliant hugmynd að fara að fá okkur sheik á Mel's diner. Sigrún kom ekki með þar sem hún var orðin veik, henni var eitthvað illt í brjóstkassanum og átti erfitt með að anda á æfingunni. Við fórum svo í búð og keyptum okkur nesti fyrir morgundaginn því þá vorum við að fara yfir til Palm Springs. Inn Pink Dot var Nikki Hilton og afgreiðslu manninum fannst það svo geðveikt að hún hafði komið þarna inn og spurði okkur um leið og hún var farin hvort við hefðum tekið eftir henni. Við vorum ekki alveg svona inn í slúðrinu að vita hver systir Paris Hilton er en vá sá ljóshærða konu í búð, frábært. Þetta kvöld ákvað ég að máta bikiníið mitt sem ég hafði eiginlega ekki gert og endaði svo á því að pakka dótinu mínu niður í því.

26. apríl.
Björk (Níels) hafði skipulagt að hitta Steindór bróðir sinn og Rósu kærustuna hanns í LA áður en við færum til Palm Springs. Þau eru búin að vera á flakki síðan í febrúar og fara á hina ýmsu staði. Við Sigrún löbbuðu með henni að finna þau. Svo tók við ferðalag til Palm springs. Á leiðinni þangað kenndum ég og silvía Damian og Chris íslensku. Damian er alltaf að reyna að læra eitthvað nýtt í íslensku á hverjum degi. Hann vildi læra að segja Cool fake tan til að segja við Særúnu og Valldísi. Hann náði á endanum að segja flott gervibrúnka. Við ómum á hótelið sem var fansy - fansy. Þetat var einhverskonar spa hótl. Það fyrst sem við Sigrún gerðum var að skella okkur í sundlaugina því að það var steikjandi hiti úti. Seinna um daginn var sound tékk í eyðimörkinni fyrir Coachella hátíðina. Ótrúlega stórt svæði og flott umgjörðin á staðnum. Það er örugglega ýkt gaman að vera á tónleikunum sjálfum og upplifa stemminguna á þessum stað. Um kvöldið fórum við svo í hið fræga sundlaugapartý sem allir í fjölskyldunni minni eru búnir að lesa um á Særúnar bloggi. Á liðinni vildi fólkið fara í búði til að kaupa sér áfengi sem er kanski ekki frásögufærandi nema hvað að á leiðinni út er langur rekki með sígarettum og það eru svona milljón tegundir og Harpa stóð og var eitthvað að skoða þetta . En á meðan gat konan sem var á kassa (það var bara ienn kassi í gangi) ekki haldið áfram að afgreiða því henni fannst Harpa standa of nálægt sígarettunum. Þetta var svo kjánalegt því þær voru læstar í skápum og þetta var greinilega mikið mál fyrir þessa konu. En allavegna aftur í partýið þar var sem sagt DJ og hundur sem hér DJ og diskó kúla og amerískasta fólk í heimi. Vá þarna voru flestar steríótýpur sem maður sér í bandarískum kvikmyndum. Við höfðum öll komið með sundföt og fólkið í partýinu var alltaf að segja okkur að skela okkur út í því að vatnið væri svo notalegt. Það vildi hinsvegnar enginn fara í sund nema ég og Særún eða það vildi sko enginn vera fyrstur til að fara ofan í. Þegar Chris bættist í sund hópinn ákváðum við bara að skella okkur ofan í. Það var svoldið skrítið að vera þarna ofan í því að fólkvar bara að horfa á okkur og taka myndir. Seinna bættist einhver gaur ofan í laugina sem skellti sér bara á nærfötunum út í, ekki mjög smekklegt. Nágrannarnir höfðu víst hringt á lögregluna og kvartað yfir hávaða, svo við máttum ekki hafa hátt. Þá ákváðum við að drífa okkur upp úr lauginni. Þetta kvöld tókst Sylvíu að labba tvisar sinnum á glerhurðina á húsin. Það var svo fyndið þegar hún gerði það í seinna skiptið nema að hún labbaði dáldið fast og fékk kúlu á hausinn. Stuttu seinna fórum við heim enda var partýið alveg að lega niður eftir að löggan hafði komið í heimsókn.

27. apríl Coachella
Við fengum okkur eðal amerískan morgunverð á hótelinu okkar. Bláberja pönnukökur með sírópi og venillusmjöri sem við héldum fyrst að væri ís og fengum okkur stóra skeið af. Síðan var farið að versla og þennan dag náði ég sko að eyða peningum því að ég fjárfesti í tölvu og allskonar fylgi hlutum. Við þurftum að bíða geðveikt lengi eftir bil af því að við vorum á spes bíl en ekki leigubíl reyndar þurftum við ekki að borga en við biðum líka hátt í 2 tíma efti bíl sem er bara sóun á tíma. Eftir sveitta verslunarferð skelltum við okkur í sund í góða veðrinu. Númi kokkur eldaði svo fyrir okkur eðal hádegismat, þetta var svo ferskur og góður matur og góð tilbreyting frá öllum brasaða matnum sem við lifum á hérna. Áfþví að ég hafði ekki tíma til að fara í klippingu áður en ég fór út þá tók Sigrún K það að sér að klippa mig. Við sátum úti hjá svalahurðinni í herberginu hjá Sigrún og Björk, fólk sem labbaði fram hjá horfði á okkur undarlega en okkur fannst það bara skemmtilegra. Mark labbaði fram hjá okkur og honum fannst við nokkuð skondnar en sagðist alveg vera til í að fara í klippingu til Sigrúnar ef hann hefði hár í það. Jæja þá var komið að því að halda til Indio í í eyðimörkina. Þegar við komum á staðin var það fyrst sem við heyrðum var öskur í fullt af fólk. Svona mikinn fjölda af fólki hafði ég aldrei séð áður og ég fékk hnút í magann því seinna um kvöldið áttum við að spila fyrir allt þetta fólk og þetta voru fyrstu alvöru tónleikarnir okkur síiðan í Laugardallshöll. Við byrjuðum á að fara með hljóðfærin og allt dótið í trailerana á leiðinni sáum víst mikið af frægu liði ég bara er ekki nógu vel inn í þessu og veit ekkert hvernig frægu rokkararnir líta út ég þekki bara lögin þeirra. Ég hefði reyndar þekkt Cameron Diaz ef ég hefði séð hana. Ég sá víst líka gauranna í Red Hot Chilipeppers en vissi bara ekki af því. Við komum á Bjarkarsvæðið það voru þrír trailerar sem voru lagðir í hring og þar inn var stór garður allur skreyttur með fjöðrum og fullt af sófum og kósíheit. Trailerarnir voru líka skreyttir allskonar munum og allir í hljómsveitinni fengu málverk með nafninu sínu á við stelpurnar fengum eitt saman sem á stóð Brass girls. Við fengum okkur síðan að borða úr eðal hlaðborði sem hægt var að velja milli allskonar rétta. Síðan var tekið last minuet æfing á þetta, það var mikið stress í gangi sérstaklega hjá mér ég var alveg ð springa úr stressi. Þegar ég er stressuð vil ég tromma á allt og vera á iði til að losa smá apennu og svo andvarpa ég sí og æ, ímyndið ykkur bara hvað fólk er prirrað á mér í prófum. Við skelltum okkur líka í búningana okkur og slettum smá málingu framan í okkur. En við enginn af okkur hafði verið svo gáfuð að taka með sér hársprey. Enginn á öllu Bjarkarsvlinu var með hársprey til að lána okkur svo Ragga fór og reddaði málunum og fékk lánað hársprey frá Kelly Osborne. Við urðum að sjálfsögðu allar að nota hárspreyið efir að við vissum hvaðan það kæmi. Síðan vorum við keyrt upp að sviðinu, þar var fullt að fólki að segja okkur að rokka placið og kvetja okkur áfram. Á þessum tíma punkti þurfti ég náttúrulega að taka stress pissið og það er ekkert grín að fara að pissa í þessum búningi skal ég segja ykkur en það tókst samt slysalaust. Við brass stelpurnar erum fyrstar til að hlaupa á sviðið af öllum og að er svoldið skrítin tilfinning að heyra 100 þúsund manns öskra af fögnuði. Þegar svona mikið af fólki er komið saman á einn stað í einu sér maður það varla lengur sem fólk eða einstaklinga heldur sæ af hausum. Tónleikarnir gengu ágætlega miðað við að þetta voru fyrstu tónleikarnir okkar í langan tíma og mikið stress í gangi. Allavegna var Declare intependance mikið stuð og við dönsuðum feitt og skemmtum okkur mikið. Eftir tónleikana fórum við að kaupa okkur Coachella boli sem eru seldir fyrir utan listamannasvæðið. Við vorum enþá með blacklight málinguna á enninu svo við vöktum mikla athygli. Fólk var að hrósa okkur fyrir flott show, sérstaklega fólkið í bolasölunni ekki bara starfsfólkið sem var að selja okkur boli heldur kom einn og einn starfsmaður í einu að gefa okkur high five og starfsfólkið var meira að spjalla við okkur en að afgreiða okkur. Það sagði allavegna að þetta hafði verið eini tíminn sem það hafði tekið sér pásu til að horfa á tónleikana og sögðu okkur frá því að það hafði verið myndavél á okkur sem sást á stórum skjám sitthvoru megin við sviðið og það hafði verið fyndið að horfa á okkur því að við höfðum greinilega ekki vitað af henni. Við vorum sem sagt bara að horfa upp í loftið eða klóra okkur. Besta myndefni í heimi ég mundi allavegna borga mikið til að sjá það. Efitr að við höfðum loksins fengið bolina og minja gripina okkar fórum við aftur í Trailergarðinn okkar þar sem var smá partý en þar sem við vorum að fara að fljúga 5 tíma daginn eftir var það bara stutt en skemmtilegt. Ron Jeremy var líka víst að reyna að komast inn í litla trailer garðinn okkar og var alltaf að biðja fók að senda Björk skilaboð að Ron Jeremy segði hæ. Honum var by the way ekki hleypt inn.

28. apríl
Við Sigrún vöknuðum snemma og fengum okkur ágætis morgunverð. Við fórum svo öll saman með rútu upp á flugvöll. Ég sofnaði í rútunni eins og mér einni er lagið og að sjálfsögðu með opinn munninn, Mark festi það að sjálfsögðu á filmu. Núna fer að vera spurning um hver á ekki svona rútu mynd af mér þar sem ég er sofandi hálf slefandi með opinn munninn. Flugið var skárra í þetta skiptið þar sem ég sat með hinum hornunum, trompetarnir sátu svo saman og básúnurnar saman og Brynj túba sat með tveimur róturum en samt á sama svæði og við. Í flugvélinni voru líka sætustu börn í heimi það voru allir að fá að halda á þeim og dúllast aðeins með þau. Ég held að konan hafi verið fegin þar sem hún var ein að ferðast með tvö börn. Damian var duglegur að hjálpa henni með að setja saman kerrurnar og svona. Enda er hann the perfect child eða allavegna hélt mamma hans fyrirlestur um How to raise a perfect child. Damain kenndi okkur lag sem mamma hans notaði í einhverju námskeiði eða eitthvað sem heitir Give your friend a massage. Textinn er : Give your friend a massage, that is a nice thing ti do if you give your friend a massage your friend will massage you. mikill boðskapur í þessu og ég held að allir ættu bara að nudda alla. Hótelið sem við erum á núna í New York er á Time Square og er mjög trendy hótel. Lobbyið er á 7 hæð g þar inni er líka bar og alltaf mjög hávær tónlist. Ekki það besta sem að tekr á móti manni eftir langt ferðalag bar með drum and base tónlist og allt sem maður vill er herbergislykillinn. Svo þegar við fengum lyklana okkar voru allir með vittlaus lykla og ekki rétt raðað í herbergi sov það fór svoldill tími í að fá rétta lykla og finna út hvernig maður kæmist í herbergin. Því að á bak við lyfturnar sem við komum með upp í lobbyið eru aðrar lyftur sem taka þig upp í hernbergi og maður þarf að nota herbergislykilinn til að nota þær sem getur verið pirrandi ef maður er ekki tilbúinn með lykilinn strax þá lendir maður oft í lyftuferðalagi. Þetta hótel hefur líka fengið ýmisnöfn frá fólkinu í túrnum, Metro hótelið er eitt og þar sem að RogB og popp tónlistin er alltaf á blasti í lobbyinu og lyftunum (og meira að segja fyrir utan hótelið) hefur það fengið nafnið pepsi hótelið því að Björk Níels spurði Shaun (tourmanager) einu sinni þegar hún hitti hann í lyftunni: Where is the coke?(bara svona svo llir vita þá var það djók)! við verðum lika bara svoldið steikt af þessu andrúmslofti og það eru til myndbönd og myndir sem sanna það.

29. apríl
Við fengum Starbuckskort til þess að kaupa okkur morgunverð með og þennan morgun fann ég það hvergi. Ég leitaði á ýmsum stöðum og svo hringdi mamma og hún sagði mér að gera leit eins og ef hún væri að leita svo ég reif allt úr ferðatöskunni minni tók rúmmið frá og færði til mublur og svo fann ég það náttúrulega í poka sem ég ákvað að sleppa að kíkja í af því að mér fannst svo ólíklegt að hafa setta það þar. Ég , Sigrún, SigrúnK og Björk fórum svo í daglegan verslunarleiðangur í HM þar hittum við Hörpu og Bergrúnu enda vinsælasta búiðn í alheimi hjá okkur. Eftir að hafa létt á buddunum ákváðum við að bæta á okkur nokkrum kg svo við fórum á TGI Fridays að borða. Á leiðinni upp á hótel gerðumst við svo túristar og skoðuðum kirkju sem er staðsett á 5th Avenue ég veit ekkert hvaða kirkja þeta er en hún er mjög flott engu að síður. Síðan fóum við í mjög skemmtilegt fyrirbæri en það voru samt ekki allir að fíla það eins vel og ég, sérstök MogM búð, þar var hægt að kaupa bókstaflega allt sem þig dreymdi um og var merkt mogm. MogM náttföt,MogM vekjaraklukka, MogM hundaföt, MogM tannbursti o.s.frh! Seinna um kvöldið vantaði mér og Sigrúnu K svo að komast á internetið af því að við eða ég var búin að ákveða að fara til Boston. Þar ætlaði ég að láta saga hornið mitt og gera það með skrúfbjöllu til þess að það sé auðveldara að ferðast með það. Þar sem hótel internetið er svo ógeðslega dýrt þá hlupum við yfir á Starbucks en þar vorum við Sigrún og Bergrún í klukkutíma að reyna að tengjast við net og komust í mesta lagi inn á í eina mínútu í einu. Svo vorum var búllunni lokað svo við ætluðum að leita af einhverju internet kaffi sem gæti verið opið en þar sem klukkan 12 var það frekar ólíklegt. Þegar við vorum að ræða um þetta internet mál kemur maður upp að okkur og spyr hvort að við séum þýskar, við leiðréttum það náttúrulega strax og spurðum svo hvort að hann vissi um internetkaffi sem væri opið. Hann sagði að það væri erfitt að finna eitthvað opið á þessum tíma nema kannski lobby á hótelum, við útskýrðum þá að það kostar 18 dollara að fara á netið á okkar hóteli. Þá bauð hann okkur að nota internetið sitt á sínu hóteli, við vorum ekki alveg viss fyrr en hann sagði þið þurfið sko ekkert að koma inn til mín við gerum þetta bara í lobbyinu. Maðurinn leit mjög góðleitlega út og svo var hann líka frá belgíu og þar sem við vorum þrjár íslenskar brass stelpur og hefðum auðveldlega ráðið við hann ákváðum við að slást í för með honum enda þurftum við að komast á internet. Maðurinn sme var belgískur lyfsali í buisness ferð var svo nara mjög indæll og var ekkert að reyna meira en að hjálpa okkur. Skrítið hvað maður fer alltaf í vörn ef einhver er svo góður að hjálpa manni. Við komust á internetið og fengum allar þær upplýsingar sem við þurftum. Svo sagði maðurinn að ef við þyrftum að komast á inter netið næstu tvo daga væri okkur velkomið að koma og létr okkur hafa kortið sitt. Enn og aftur sagði hann að við þyrftum sko ekki að koma í herbergið hanns og meira að segja ekki að hitta hann því að hann gaf okkur lykilorð og leyninúmerið til að komast á internetið.

30. apríl
Björk og Sigrún voru savo góðar að nenna að koma með mér til Boston. Sigrún á vinafólk í Boston ( eða Reeding sem er rétt fyrir utan borgina) sem hún var búin að redda gistingu fyrir okkur. Við tókum rútuna frá China Town eftir leiðbeinginum Stulla (hann er hornleikari sem bennti mér á manninn sem breytti hljóðfærinu mínum hann skrifaði mér tölvupóst með nákvæmum leiðbeiningum um það hvernig maður kæmist til Boston og til viðgerðarmannsins). Það var ekki sýnd kun fu mynd á mandarín eins og þeir gera víst stundum samkvæmt eömailinu hans Stulla en ég svaf þá bara í staðinn alla leiðina með muninn galopinn. Á leiðinni þangað heyrðust mikinn hvell og ég heyrði einhvern út undan mér tala um sprungið dekk en ég pældi ekkert mikið í því þar sem ég var hálfsofandi. Þá afði sem sagt komið mjög hávært hljóð og rútubílstjórinn hélt aðþað hafði verið sprngið dekk eða eitthvað en þegar í ljós kom að öll dekkin voru í lagi var bara keyrt áfram án þess að pæla í því meira. Þegar við komum til Boston notuðum við leiðbeingingar Stulla til að komast á staðinn og þar sem þær voru svo nákvæmar voru þær betra en nokkuð kort.Við tókum tvær neðanjarðarlestir og fórum svo upp rúllu stiga og löbbuðum með Donut búð á hægri hönd niður rúllu stiga og yfir götuna fram hjá bardagalistaskóla. Best væri náttúrulega að hafa eömailin seem viðhengi hérna það er bara svo mikið snilld. Við komust heim til Ken pope og á viðgerðarstæðið þar. Þar tók við okkur hundar (eins og eömailinn var búinn að vara okkur við), Sigrún kallaði þá reyndar úlfa þar sem þeir voru svo stórir og gelltu fáránlega hátt. Ég og Björk vorum meira að segja smeikar við þá. En Ken kallinn var ekki heima endfa var ég búin að segja að ég kæmi með hornið snemma dags daginn eftir. En þar sem við vorum komnar til Boston svona snemma ákváðum við að skila horninu af okkr svo við þyrftum ekki að vakna fyrir allar aldrir daginn eftir. En litlu strákarnir hanns voru heima. Þeir opnuðu fyrir okkur verkstæðið þar sem ég skildi hornið mitt eftir það var dáldið óþægilega tilfinning að skilja svona við það en það var lítið annað í stöðunni. Við tókum svo neðanjarðarlest á stöðina þar sem að vinafólk Sigrúnar ætlaði að sækja okkur. Við villtumst ekki neitt í þessari ferð, það var bara eins og við ættum heima þarna. Við þurftum reyndar aðeins að bíða á lestarstöðinni eftir að fólkið kæmi og sótti okkur en þá nýttum við tímann í smá myndaflipp. Tim kom og sótti okkur og sýndi okkur helsta túrista stðinn í heimabæ sýnum sem var bátur á þurrulandi sem var einu sinni notað sem hús. Merkilegt! Við fengum heimagerðan mat sem var orðið langþráð eftir mikinn sull mat í þessari ferð og eftir matinn fórum við í ísferð og göngutúr í hverfinu. Það var mjög gaman að gera venjulega hluti aftur eitthvað sem maður gerir stundum heima.

1. Maí
Engin skrúðganga fyrir okkur, hehe! Við fengum fínasta morgunverða hlaðborð. Svo var fatrið með okkur í skoðunarferð um Boston er fáránlega mikið af háskólum í þessari borg, Mike (fjölskyldufaðirnn) var alltaf að benda á byggingar og segja að þetta væri þessi og hinn háksóli. Við stoppuðum aðeins við Harvard og skoðuðum okkur um, það er mjög fallegt umhverfi þar í kring og flottar byggingar. Annars er Harvard að kaupa allt svæðið þarna í kring og á orðið mjög stórt hverfi þarna. Við keyrðum svo fram hjá eina minnismerkinu um Ísland í Boston en það er stytta af Leifi Eiríkssyni. Hann er í svona toga með höfuð krans og exi það var svoldið eins og hann væri rómverji en ekki víkingur fyrir neðan stóð svo eitthhvað í rúnum og Mike sagðist ekki skilja hvað stæði þá sagði ég að þarna stæði að sjálfsögðu Leifur Eiríksson, fann Ameríku. Hann trúði mér fyrst en ég sagðist náttúrulega ekki hafa hugmynd um hvað stæði þarna því ég kann ekkert meira en hann að lesa rúnir. Þá var stóra stundin runninn upp ég fór að ná í hljóðfærið mitt. hundarnir tók jafnvel á móti okkur og áður en í þetta skiptið var Ken Pope sjálfur heima og tók vel á móti okkur. Han var búin að klippa hornið mitt og ég fékk að prófa það og tékka hvort mér fannst það ekki í góðu lagi. Þetta var bara helvíti vel gert hjá honum og mér fannst honrið mitt líta út eins og nýtt og það soundaði enþá vel þannig að ég var heldur betur sátt. Svo missti ég mig alveg í búðini hjá honum þar sem þar var fullt af horn nótum og geisladiskum. Ken sagði mér að hann hafði spilað með Björk í Boston þá hafði hún sem sagt ráðið lið úr Boston sinfony orchestra sem sagt alveg pro lið (gerir það bara enþá skrítnara að við séum að spila með henni). Hans sagði mér líka að það hafi einhver söngkona sagt að hún væri öfundsjúk út í Björk af því að hún væri með 3 horn í hljómsveitinni sinni en söngkonan sjálf var bara með 2. Við þurftum síðan að haska okkur til New york þar sem að það var búið að ákveða æfingu kl 6 . Ég svaf líka í rútunni á leiðinni til NY sem ég er eiginlega farin að kalla heim á hótl. Við komum svoldið seint á æfingu en ég held að stelpurnar hafi fyrirgefið okkur það. Um kvöldið fórum við svo ú t að borða á mjög lélegum veitingastað með dónalegum þjónum. Við ætluðum bara að sleppa að tippsa en þá var tipps bara reiknað inn í reikninginn. Helvítis maður kemst ekki upp með neitt hérna.

|