laugardagur, maí 26, 2007

Vikublogg nr. 4

JÁjá ég er ekki alveg að standa mig í blogginu hér kemur samt nýjasta bloggið af gömlum fréttum, annars er ég á hægasta interneti ever ég held að það gangi aftur á bak þessvegna fylgja engar myndir því þá mundi bara allt kerið hrynja hérna.

9. maí
Við Sigrún vöknuðum í hádeginu, vorum samt búnar að stilla vekjarnn miklu fyrr en við erum orðnar svefnpurkur hérna í US and A. Síðan fórum við með Björk í Barnes and Noble og fengum okkur eðal morgunverð þar á kaffihúsinu. Síðan fórum við í smá verslunarferð en þar sem ég hafði keypt mér jakka tveimdögur áður sem hafði rifnað á saumunum fyrsta skiptið sem égnotaði hann þá fór vildi ég finna eins búð og fá honum skipt. Ég hafði keypt hann í allt öðru hverfi og vildi bara finna næstu svona búð ( American apparel) til að geta skipt honum svo ég fór til fólksins á hótelinu sem unnu við að leiðbeina manni og hjálpa við ýmislegt. Þegar ég bað um næstu American apparel búð sem væri styst að fara í hugsuðu þau sig um og sögðu mér að fara á 3 avenue 59 stræti og þar væri slík búð við hliðin á Bloomingdales. Ég byrjaði að arka þangað en þetta er frekar langur gangur. Þegar ég kom þangað sá ég ekkert nema Bloomingdales og American Outfitters ég labbaði marga hringi til að vera viss um að búðin væri ekki alveg örugglega í grend þar við. Svo endaði með því að ég spurði til vegar þá var búðin á 64. stræti. Þegar ég loksins kom í þá búð, sveitt og örlítið pirruð komst ég að því að þeir áttu ekki jakkann í litnum sem ég vildi og eina sem þeir áttu í minni stærð vvar grár jakki. Ég ætlaði sko ekki að sætta mig við það að hafa borgað alveg dágóða upphæð og hafa farið í gegnum allt þetta vesen og fá ekki það sem ég vildi svo ég bað þau um nálægustu búð sem ég gæti hlaupið í. Þegar ég heyrði 60 stræti Broadway langaði mig til að skjóta mig því það er næstum því við hliðin á hótelinu. Ég hefði sem sagt geta hlaupið út í korter og fengið jakkanum skipt í staðinn fryrir að eyða 2 tímur eða meira. Ég fékk jakkan sem ég vildi og ég verð að segja að afgreiðslufólkið í búðunum var mjög nice en hótelstaffið fær lélega dóma hjá mér og ég bað aldrei aftur um hjálp frá þeim. Þau höfðu getað leitað þessu upp í tölvunni og fundið nálægustu búðina og gefið mér rétt heimilisfang í leiðinni en í staðinn vildu þau sýnast klár og athuga minnið hjá sér. Um kvöldið fór ég svo með Brynju, Særúnu, Valdísi og Sigrúinu á Olive Garden þar sem þjóninn náði að klúðra pöntunni okkar. Því við vildum hafa pizzusósu á pizzunum wn maður þarf að biðja sérstaklega um það og þjóninn sagði að það væri en svo komu þær sósu lausar, ég skil ekki hvernig það er hægt að reka ítalskan veitingastað án þess að hafa sósur á pizzunum hversu ítalskt er það? Þegar við komum upp á hótel þurftum við að pakka niður, við Sigrún vorum á slmo gír við að pakka síðan fórum við að verað þreittar og súrar á því og komnar með þvílíkan svefngalsa að það var margt sem átti sér stað við þessa pökkun sem ekki verður með nokkru móti hægt að útskýra.

10. maí
Það var búið að skipuleggja að fara í hópferð í Appelbúð því það voru svo margir sem ætluðu að kaupa sér makka. Sigrún litla og Björk voru í þeim hópi og ég hafði sent sms til Damian kvöldið áður til að spurja hann hvað þær ættu að gera til að vera með í þeirri ferð, hann sagði að þær ættu að hringja kl 9 í herbergið hans sem væri 3004 (Damian hafði sem sagt skipulagt ferðina og er svona tölvugúruinn í hópnum). Sigrún byrjaði sem sagt að hringja þarna kl 9 og ekkert svar svo hún hélt áfram að hringja með smá millibili og þegar hún var búin að hringja nokkuð oft og hálfpartinn farin að gefast upp ávað ég að prófa því ég trúði því ekki að Damian væri ekki í herberginu sínu ef hann sagðist ætla að taka móti símtölum á þessum tíma. Ég hringdi og í símann svarði mjög pirraður maður sem var greinilega ekki Damian og greinilega ekki mjög ánægður að fá símhringingar snemma um morguninn. Ég athugaði síðan herbergislistann og þá var hann í herbergi 3004. Ég hringdi þangað og spurði Damian hvort honum væri illa við nágrannann sinn eða nennti ekki að svara fleiri tölvuspurningum! Honum þótti þetta leiðinlegt en sagði stelpunum frá hvenær og hvar ætti að hittast til að kaupa tölvu. Á meðan fór ég að kaupa mér allskonarhluti, skó converse skó sem ég er búin að týna og nærföt í Victoria secret. Ég hef aldrei séð jafn mikið af nærfötum á ævi minni og í þeirri búð sem er Risastór. Ég vissi ekki hvar ég átti að leita að hvað ég var að gera, byrjaði að láta mæla mig til að vera viss um hvaða stærð ég ætti að skoða. Þar sem ég var algjörlega týnd í þessari búð og vissi ekkert hvar ég átti að byrja var endalaust verið að koma upp að mér og athuga hvort ég þyrfti aðstoð og það voru sko endalaust mikið af afgreiðslufólki þarna. Ég komst svo heldur betur á lagið hvernig ég ætti að skoða og eyða þarna inn og endaði á því að fara næstum yfir um á VISA. Eftir að ég kom út var ég hálf í sjokki yfir því hvað ég var búin að eyða mikið í nærföt, en ég var náttúrulega ekki búin að eyða þennan dag því að ég fór með nokkrum stúlkum að kaupa okkur Tetristölvuspil í Toys R Us sem er stærðsta leikfangabúð sem ég hef komið í. Þar er Parísarhjól inn í búðinni og búðin er á fórumhæðum og full af leikföngum, samt voru ekki til snúsnúbönd þar. En þar var hægt að kaupa Tetristölvu og lyklakippu með Napoilian Dynamite -frösum. Um kvöldið fórum við stelpurnar, allar nema Sylvía því hún var ekki búin að pakka, með Damian út að borða á Kínverskumveitingarstað. Þar var loksins snilldar matur og góð þjónusta. þegar við komum upp á hótel var svo pakkað og tékkað sig út og síðan var hoppað inn í næsta heimilið okkar tónleikarútuna. Þessi rúta er bara nokkuð kósý tvö sjónvörp og DVD það eru líka notalegar setustofur og lítið eldhús með örbó svo við getum poppað. Svo erum 12 kojur ein er notuð fyrir drasl og hinar eru herbergi okkar stelpanar eða klefinn okkar. Þetta kvöld horfðum við á Amelie og borðuðum íslenskt nammi sem mamma hennar Brynju hafði komið með.

11. Maí
Komnar til Cleveland þegar við vöknuðum þar höfðu infæddir hótelstarfsfólk nefnd mig nýju nafni en núna gekk ég undir nafninu Erio ( aðrar útgáfur á nafninu mínu sem ég hafði fengið hingað til voru Erlia og Eria) ég skil ekki hva' er svona erfitt við fjagrastafa nafnið mitt á meðan stelpurnar með flóknu n-fnin fá sitt nafn alltaf hárrétt skrifað. Það er eins og hótelstaffið vandi sig meira með löngu flóknu nöfnin. Ég, Brynja, Særún og Sigrúnin mín fór út að borða á næsta stað sem við fundum sem reyndist ver Atlanda Bread Company sem var greinilega mjög vinsæll staður í Ohio! Þetta var frekar ómerkilegur dagur þar sem ég notaði hann í að lúra, æfa mig og hringja heim. Um kvöldið fórum við stelpurnar út að borða á House of Blues þar sem voru mega tónleikar í næsta húsið þar sem allt Cleveland var samabkomið til að sjá mega teknóbandið HelloandGoodbye. Ég og Sylvía tókum smá labb á þetta í Cleveland og kmust að því að þar væri nú ekki mikið um að vera, við náðum samt að villast þar sem var nokkuð stórt afrek af okkur.

12. Maí
Vöknuðum í Chicago, flestar stelpurnar vildu kúra aðeins í rútinni en ég vildi ólm komast í sturtu í hótelinu okkar. Ég fékk mér morgunverð í rútunni en Rosemary (sér um búninganna okkar og Bjarkar) hafði fyllt ísskápin af allskoanr góðmeti sem við máttum ganga í. Við ákváðum síðan að fara fjórar ( ég , Rosemary, Brynja og Valdís) að leita af hótleinu sem átti að vera svoldið frá. Ef ég hefði vitað hversu langt frá hefði ég aldrei dröslast með tölvuna og fullt af einhverju drasli. Við þurftum sem sagt að labba svoldin sp-öl til að finna hótelið sem var Hard Rock hótel, ég var á Madonnu hæðinni. Ég nennti ekki að hanga ein á hótelinu og Brynja og Valdís voru að far að hitta ættingja. Svo ég gekk í átt að rútunni okkar fyrst hitti ég Damian, síðan helminginn af stelpunum síðan hinn helminginn af stelpunum síðan Sigrúnu K sem vissi ekkert hvert hún var að fara svo ég leiðbeindi henni hvernig ætti að komast á hótelið, ég fór hinsvegar í rútuna mínaað ná í ýmislegt drasl, þar hitti ég Andreu og við löbbuðum saman á Venuið( tónleikastaðinn), þar henti ég inn öllu draslinu sem ég þurfti fyrir kvöldið og labbaði síðan á hótelið og hitt stelpurnar. Þær vildu síðan fara á Venuið svo ég labbaði aftur með þeim aftur til baka á Venuið ( Þess má geta að þetta Venuið og hótelið vorum á sömu götu og rúturnar aðeins fyrir ofan það en maður labbaði alltaf sömu götuna svo að Mishigan avenue er eina gatan sem er mér kunnug í Chicago). Eftir alltaþetta labb fram og tilbaka var gott að setjast niður og fá smá mat á tónleikastaðnum en þetta var besti tónleikastaða matur sem ég hef fengið venjulega er það mjög sveittur matur en ekki þessi hann var frekar ferskur. Þar sem ég hafði nægan tíma og stelpurnar voru rétt að byrja að borða þegar´eg var búin ákvað ég að skella mér í smá göngutúr í Chicago svo ég mundi nú sjá meira en þessa einu götu af borginni en ég þorði ekki langt svo ég fór bara í garðinn sem var beint á móti Mishigan Avenue þar var margt hægt að sjá, gosbrunn og fólk í falun Dafa því að þetta var Falun Dafa dagur, bútasaumsteppi til styrktar krabbameini, tré og blóm, og skrítna byggingu og listaverk. Ég náði líka að taka fullt af sjálfsmyndum af mér í göngutúr, einhver varð nú að vera inn á myndunum mínum og þar sem ég var ekki með neinn göngufélaga endaði það að vera ég. Tok fullt af myndum fyrir mömmu og pabba! Sándtékkið gekk ágætlega og við fengum alveg góðan tíma til að renna yfir nokkur lög. Salurinn var mjög flottur, mér var sagt að gullið í salnum hafi verið alvöru, alls ekki ónýtt. Ég fiktaði líka aðeins í reactable og náði að troða næstum öllum kubbunum á það en hljóðið var ekki á þannig að ég vissi ekkert hvað ég var að gera þannig að ég endaði bara á því að rugla röðinni á kubbunum fyrir Damian. Eftir tékkið fór ég með Brynju, Bergrúnu og Hörpu í leit að I love Chicago límeða eða eitthvað með Chicago (Brynja er nefnilega að safna límeðum frá öllum stöðum sem við förum til á túbutöskuna sína ), við fórum í a.m.k. 5 souvenier búðir en enginn áti límeða, sem er eiginlega fáránlegt. Skoðuðum líka stærstu jellybean í leiðinni sem var í garðinum sem ég hafði skoðað í göngunni minni en einhvernveginn hafði hún algjörlega farið fram hjá mér. Síðan var bara að gera sig ready og hita upp og svona! Ghostigital hitaði upp fyrir okkur og þeir gerðu það á sinn eigin hátt. Tónleikarnir gengu mjög vel brasslega séð en áhorfendurnir voru allt öðruvísi en í New York, þeir voru frekar rólegir en þau virtust frekar vera að njóta og hlusta en að fanga og skapa stemmingu. Eftir tónleikana var ipodpartý baksviðs þar sem við stelpurnar dönsuðum af okkur rassgatið og sungum hástöfum öðrum til mikillar ánægju, aðal partý lagið er Killing in the name of með Rage against the Machine og þegar það er spilað þá er hápunktur kvöldsins. Þegar við fórum af tónleikastaðnum stóðu fullt af fólki fyrir utan að bíða eftir Björk, ég skil ekki hvernig fólk nennir að bíða í marga klukkutíma bara til að reyna að sjá einhvern frægan.Einn af róturunum átti vin í Chicago sem átti bar þannig að við fórum þangað og héldum áfram að dansa og skemmtum okkur þangað til að rúturnar komu og náðu í okkur til að keyra á næsta áfangastað.

13. maí
Þegar við vöknuðum vorum við komnar til Omaha ýkt hressar og ferskar. Ég var enþá með hliðartaglið frá því um kvöldið áður og það var bara í frekar góðu ástandi, við fengum okkur morgunverð í rútunni, ristabrauð og meira góðgæti. Ég nennti ekki einu sinni að klæða mig almennilega þannig að ég fór bara á náttförunum með allt draslið mitt yfir á hótelið, það hefur verið fögur sjón þar sem hárið var illagreitt í hliðartagl og leifar af makupinu frá kvöldinu áður príddi andlitið á mér. Hótelið hafði ruglað herbergiskipaninu svo að Bergrún var núna með mér í herbergi. Í hádeginu fórum við út að borða á stað sem hótelstaffið hafði mælt með sem hét Upstream. Þjóninn okkar átti pabba sem hafði verið í hernum á Íslandi þannig að hann hafði heyrt ýmislegt um Ísland en bara góða hluti samt. Á þessum stað fékk ég pizzu með pestói sem ég verð að segja var mjög áhugaverð tilbreyting. Omaha er mög krúttlegur bær og manni leið mjög vel þar, húsin voru eins og klippt úr kúrekamynd og að koma í lítið þorp var skemmtileg tilbreyting frá ruglinu á Time Square.Við höfðum tveggja tíma æfingu á hótelinu og náðum að fara yfir slatta af efni og spila okkur saman. Um kvöldið fórum við út að borða á Persneskumstað þar sem ég náði að panta mér eins vonda réttin á matseðlinum en sem betur fer var ég ekki mjög svöng. Þegar ég kom upp á hótel pakkaði ég í flýti til að geta farið á internetið í rútunni og svona áður en hún lagði af stað. En þar sem ég var að flýta mér einum of mikið þá gleymdi ég nýjum converse skóm :( Í rútunni horfðum við svo á Wayns World II, alltaf stemmari í þeim myndum.

14. maí
Vöknuðum í Denver, skvísurnar voru allar sofandi í rútunni en ég nennti ekki að hanga þar þar sem við vorum búnar að fá herbergs lykla og alles. Það var reyndar smá vesen að komast með tökskurnar yfir á hótlið þar sem það var hinumegin við götuna og það var ágætis umferð á þessari götu, Maður varð sem sagt að tékka hvort að það voru bílar aðkoma þegar maður steig út úr rútunni, ég var ekkert að pæla í þessu fyrst. Ég opnaði bara og steig út og allt í einu brunar bíll rétt við hliðin á mér. Þá var komið að erfiða partinum því að taskan mín var á þeirri hlið í rútunni sem umferðin var. Ég næ nú einhvernveginn að rusla töskuni með hljóðfærið og handfarangurinn í hinni hendinni, en sem betur fer tók hótelstarfsmaður eftir því að eg ætti í smá vandræðum með draslið mitt og hjálpaði mér með alt draslið yfir götuna og alla leið upp í herbergið, sem var svo sum ágætt því að þetta hótel var svoldið eins og völundarhús og það hefði tekið mig ágætis tíma að finna herbergið. Þegar við komum inn á herbergi fór hann að sýna mér mjög augljósa hluti eins og hvar sjónvarpið væri og slíkt, ég kinkaði bara kollli og sagði aaaaha. Svo tippsaði ég hann þegar hann var á leiðinni út, en fyrir þann tíma hafði ég varið í mikilli klemmu því ég kann ekkert á svona tips og vesen og vissi ekki hvað væri við hæfi að tippsa manninn mikið svo finnst manni maður alltaf vera eins og kjáni þegar maður er að rétta þeim peninga eins og maður sé eitthvað svona að rétta þeim klink svo þeir geti farið út í sjoppu og keypt sér nammi. Við Sigrún hittum síðan Brynju og Hörpu og við vorum orðnar svo svakalega svangar píur að við urðum að fá að borða á stundinni, við fundum stað sem heitir Einstein sem selur allskonar bagels. Þetta er uppáhalds staðurinn hennar Brynju og hún var mjög sátt með þessa matarferð. Við höfðum síðan æfingu á hótleinu og þar náðum við að æfa okkur á allskonar dóti. Eftir æfinguna fór ég með Damian, Særúnu, Bergrúnu og Hörpu í bíó að sjá Blades of Glory, sem var geðveikt fyndin mynd. Ég og damian fengum okkur combonr.1 saman sem var stór fata af popp og millistærð af kók sem er stærri en stærasta gerðin af kók heima. Eftir bíóið var brunað beint á klikkaðan mexikanskan veitingarstað sem vinur hans Chris trommara hafði mælt með. Á leiðinni þangað fórum við með klikkuðum leigubílstjóra sem keyrði á fullu meira segja þegar það kom brjáluð rigning, ég hef aldrei sðe svona öfluga rigningu áður vatnið var komið upp á hné á fólkinu sem var að arka á götunni. Veitingastaðurinn var mjög skrítinn maður þurfti að ganga langan gang í röð sem minnti mann á röð í skemmtigörðum og síðan kom maður að tékk borði þar sem maður átti að panta og það sem maður vildi síðan fékk maður bakka og fór í matarröðina þar sem óginilegum mati var skellt á bakkana. Það sem dróg okku á staðinn voru skemmtiatriðin en í matsalnum var risastór foss g laug og þar var dýfingarkappi að sýna listir sínar, síðar fór han í górillubúning og lét starfsmann í safaríveiðifötum elta sig, síðan brugðu þeir sér í kúrekaföt og skemmtu meira í því og ofan á allt þetta var lík Mariatchi sveit sem spilaði af mikilli inlifun. Þó að maturinn hafi verið skelfilegur skemmtu allir sér enda ekki annað hægt með slíkum skemmtiatriðum og það voru mikar pælingar um hvað gaurinn sem vann við dýfingarnar og sem górilla á staðnum sagðist gera. Já ég vinn við að dýfingar og sem górilla á meksikönskum veitingarstað, það væri ekki leiðinlegt að vera með þeim mann á date-i hann hefði allavegna frá nóg af ævintýrum að segja. Við þurftum aðeins að bíða eftir leigubíl en sá tími var nýttur í að taka myndir fyrir utan og fara í stór hættulega leiki sem ég reyndist nokkuð góð í. um kvöldið fór ég síðan aftur í bíó með nokkru hressu fólki úr hópnum, við ætluðum reyndar bara að fá okkur eftirrétt en svo datt einhverjum í hug að kíkja á Spidermen III. En sú mynd er allsvakalega skelfileg og ég mæli mjög á móti henni oj oj oj. EKKI SJÁ HANA Í ALVÖRU HÚN ER ÖMURLEG ! Damian fannst hun samt fín og sagði að það mætti læra af henni en við hin vorum sammmála að þetta voru mjög langir 2 tímar og sumir vilja kalla þetta sökkfest.

15. maí Red Rocks
Þessi dagur var tekið í tjill áður en var lagt af stað á tónleikastaðinn sem að þessu sinni var Red rocks. Það er staður í náttúrinni sem var gerður að einskonar náttúrlegum tónlistarstað milli tveggja kletta, fín sæti og magnað umhverfi. Fyrsta verkefni eins og alltaf er að fá sér eitthvað í gogginn en matsalurinn lá í halla og allir stólarnir voru rúllu stólar þannig að það lá við að maður rúllaði með matinn sinn í enda salarins. Eftir matinn var Soundtékkið en það var býsna kalt úti svo að það fyrsta sem við gerðum eftir tékkið var að hlaupa í rúturnar og ná í ulla pesyurnar´og skella á sig húfu og vettlingum. efti það hlupum við efst í áhorfendapallana sem var ekki auðvelt og við köllum það workout ferðarinnar, en það marg borgaði sig að hlaupa upp því útsýnið var frábært. Aftur var farið að eta og leika sér í rúllustólunum einn af crewinu skellti sér of fast á stólinn svo að stólinn rann í burtu og hann lá á gólfinu með ostatertu á disk sem hann náði að halda í heilu lagi sem verður að teljast nokkuð gott. Síðan var gripið í spila stokk og spilað olsen olsen og fleiri slagara. Joanna newsome hitaði upp og við notuðum tækifrið og hlustum a hana og bandið hennar leika af hjartans list. Við vorum með smá áhyggjur að vera í búningunum þetta kvöld því það var svo kalt, við vildum ekki verða veikar en við vildum heldur ekki skemma útlitið á showinu. Við fengum svo allar að vera í fötunum okkar undir göllunum og ótrúlegt en satt þá gátum við verið kappklættar í þessum þröngu búningum. Þegar allt var reddí fengum við svo að skoppa inn á svið í sktilesbúningunum okkar. Tónleikarnir voru hreint magnaðir og áhorfendurnir voru brjálaðir, það mátti sjá íslenska fánann í áhorfendapöllunum sem gladdi hjörtu okkur og iljað undir þjóðerniskenndinni. við skemmtum okkur líka fáránlega mikið á þessum tónleikum þá sérstaklega Damian sem fór hamförum á sviðinum og hann náði meira segja að draga fiðluleikarann úr Joanna Newsome bandinu upp á svið í uppklappslögunum og fékk hana til að spila með sér á reactable borðið í Declare Independance. Eftir tónleikana var lítið skemmtilegt eftirpartý í communal room þar sem var sprellað, dansað gert töfrabrögð svo kom pro jogglari og sýndi okkur hvernig ætti að joggla. Dj Mark fór á hamförum með ipodana og DJ mini B fékk að munda ipodana líka. Ég var búin að kenna Núma diskó dansinn sem mark hafði kennt mér og við vorum orðin frekar góð í honum saman þarna á dansgólfinu. Eftir tónleikana fóru nokkrir í YFIR fyrir utan rúturnar með appelsínum.

|