laugardagur, nóvember 17, 2007

Kolumbía


Tónleikarnir í Perú gengu vel en flugið frá Perú gekk ekki svo vel þar sem við þurftum að bíða á flugvellinum í marga tíma þar sem það var verkfall á flugvellinum sjálfum. Við vorum hrædd um að það ætti að fara að hætta við öll flug og að það yrði ekkert að tónleikunum í Kolumbíu en sem betur fer kom það ekki fyrir.




Kolumbía: Þegar við komum var hellingur að fólki fyrir utan að taka á móti landsliðinu í fótbolta og syngja fullt af stuðningssöngvum jafnvel þótt að þeir höfðu tapað, sé ég það gerast á Íslandi nei held ekki.

Fyrsti dagurinn fórum í skoðunarferð um hverfi sem heitir La Candelara þar borðuðum við á ekta kolumbískumveitingarstað sem hét Súpur ömmunar og eftirréttir frænkunnar. Við vöktum mikla athylgi þarna það er víst ekki algeng sjón að sjá stóran hópur af næpu hvítu spranga um götur þessa hverfis. Meira segja lögreglan og herinn sem var að æfa fyrir hátíðlega viðhöfn sem átti að eiga sér stað síðar um kvöldið stóð ekki beint og sneri framm heldur starði nánast á okkur. Við kíktum á markað í hverfinu en hann átti ekki roð við markaðinn í Lima en samt sem áður náðum við að punka út einhverjum peningi þarna. Við urðum líka að far í kaffileiðangur þar sem við vorum staddar í Kolumbíu, höfuðborg kaffisins og reyndar sitthvað fleira en við létum það drasl alveg í friði. Við ætluðum að fara í stærsta gullsafn í heimi en það var lokað og læst og verður það að bíða betri tíma, ef maður fær einhverntímann tækifæri á að koma hingað aftur. Það var létt brass æfing og svo héldum við túrista þemanu áfram um kvöldið með því að fara á einn stærsta veitingarstað í heimi um kvöldið. Þessi staður var yfirskreittur allskonar dóti og seríum þar voru líka skrutlegaklæddir dansarar og heljarinnar dj. Maturinn var furðu góður meira segja bara mjög góður því yfirleitt á veitinagarstöðum sem boðið er upp á skemmtiatriði er maturinn alls ekki góður. Við héldum upp á afmli Núma í fyrra kantinum en okkur langaði svo til að fá Mariatshi trompetleikarann og köku á og stjörnuljós á borðið okkar. En kakan var bara úr plasti en samt sem áður var þetta þess virði.

Annar dagurinn skiptum um hótel, æfðum og dagurinn nýttur í mega chill.


Þriðji dagurinn tónleikadagur. Tónleikarnir voru skipulagt mjög snemma kvölds sem var mjög góð tilbreyting, fórum því snemma á tónleikastaðinn og borðuðum saman fyrir hljóðprufuna. Við fengum góða og langa hlljóðprufu. það er mjög skrítið að spila hérna þar sem að við erum svo hátt fyrir ofan sjávarmáli að stundum var erfitt að blása, Brynja fór verst úr þessu og þurfti hún að hafa súrefniskút hjá sér enda ekkert spaug að blása í túbu í þessum aðstæðum. Í uppklappinu nýttu íka margir sér að fá að anda að sér smá súrefni til að hafa kraft í auka lögin. Eftirpartýtið var mjög súrt þar sem stór hluti hópsins er orðinn frekar þreittur og við vorum líka að kveðja Núma en þetta var seinasti túrinn hans (allavegna í bili).





Svo í dag eigum við flug heim en við komum ekki heim fyrr en á aðfaranótt 20 nóv þannig að það er heljar mikið ferðalag framm undan hjá okkur, frétti líka að við þurfum að fara í gegnum 5 öryggis tékk á flugvellinum þar sem við erum að fljúga frá Kolumbíu.
Torgið í La Candelaria
Sigrún að tékka á úrvalinu í 250 ára gamla bakarínu, en það var allt með kókosbragði þarna
Harpa að bragða á steikinni sinni á brjálaða veitingarstaðnum.
Afmælið hans Núma

Númi kvaddur með hópfaðmlagi

|