laugardagur, júní 30, 2007

Það var mikið...

Jæja afsakið á biðinn eftir þessu bloggi en vírusvörnin var svo öflug að hleypa mér ekki inn á netsíður og svo er bloggið hérna á póslku og ég ekki alveg að skilja



25 juni
Ég og Sigrún tókum deginum snemma og fórum með Björk og Sigrúnu í bakarí sem var smá spöl frá hótelinu. Þetta var franskt bakarí og afgreiðslstúlkurnar í því voru alvöru frakkar sem kunnu ekki mikið í ensku eða allavegn misskildu okkur mjög mikið kannski af því að þær hafa örugglega eki oft heyrt ensku talaða með íslenskum hreim. Sigrún yngri var að reyna að biðja um að fá creem cheese a eitthvað bakarís dót en þær heyrðu bara green tee, eða tee þegar veð reynum að segja cheese. Svo þegar Björk fór og pantaði chocolate corsant fékk hún hot chocolate sem er ekki alveg það sama, en gott kakó enga að síður. Við kíktum líka aðein í eina bókbúð sem var á leiðinni heim þar sem ég skoðaði myndabækurnar, hehe. Eftir það skelltum við okkur á hótelið til að hita okkur aðein upp áður en við lögðum að stað í upptökurnar. Við komum í Olympic studios sem var frekar stór og nice staður þar tókum við í Studio 1 sem var frekar stórt herbergi, allavegna stærra en í studio Sýrland á Trönuhrauninu í Hafnó þar sem við tókum upp fyrir Volta. Ég held að ég hafi aldrei séð jafn marga takka á einum stað og á controlborðinu þarna inni það var sjúkt. En það fyrsta sem við áttum að gera var að fá okkur hádegisverð sem við fórum náttúrulega létt með, einni var tekið léttan leik í Foosball en það var eitt stykki borð þarna. Ég ætla einhvern daginn að eignast svona borð það er svo gaman í svona, draumurinn er náttúrulega ad hafa svona sem eldhúsborð eins og í Friends. Við fengum svo eitthvað VIP lounge eða eitthvað til að hita upp í það var frekar töff fyrir utan það að þar var allt útatað í einhverjum fjöðrum sem var engin skýring á og þarna inni var líka mjög falskt píanó bara fyrir þá sem vildu vita. Við tókum upp nokkur lög ein og um tónleika væri ð ræða bar rennt í gegn, þetta gekk ágætlega og flest bara slysalaust fyrir sig þó það megi alltaf gera betur. Við þurftum þó að taka nokkur lög upp aftur. Þegar upptakan var yfirstaðin biðum við eftir að kvölverðurinn væri tilbúinn, sem tók smá tíma því það voru bara tveir í eldhúsinu að elda fyrir frekar stóran og mjög hungraða hóp tónlistarmanna. En ég notaði bara tímann í nokkra leiki í foosballborðinu og að spjall við hópinn. Þegar við komum svo aftur upp á hótel þá var maður frekar þreittur eftir daginn og fór bara í tölvuna og skipiulagði kosíkvöld. Eftir að hafa birgt mig upp af smá nammi fórum ég og Sigrún í heimsókn til Bjarkar og Sigrúnar að horfa á Latershow with Jools Holland en Stebbi frændi tók það upp fyrir mig og setti á DVD. Þetta var í fyrsta skiptið sem við sáum þetta allar fyrir utan að við höfðum aðens stolist á youtube að sjá nokur brot en þarna sá maður þáttinn fyrst í heild sinni. Við hlógum ekkert smá mikið af því hvað við vorum kjánalegar og fyndnar þegar við erum að dansa með hljóðfærin okkar.


26. juni Brussel - Belgía
Ferða dagur sem þýðir að við keyrðumupp á flugvöll hengum þar og fengum okkur að borað en þar sem við vorum að fljúga til Brussel frá London þá tók það enga stund eða 45 mínútur. Ég ætlaði aðein að hvíla augun meðan var verið að taka á loft en dottaði svo aðein að ég hélt enþá heyrði ég stuttu seinna að við lentum innan 10 mínútna ekki slæmt tók sem sagt varla eftir þessu flugi en samt hálf kjánalegt að taka allan daginn í að ferðast fyrir 45 mín flug. Þegar við komum til Brussel tók okkur enga stund að fara í gegn því við vorum bara með handfarangur því að þegar hinar rúturnar fóru höfðum við komið dótinu okkar fyrir í þeim. En Rosemary sem hafði sett sinn farangur með vélinni lenti í smá veseni því að farangurinn hennar týndist sem er ekki gott því að hún á eftir að vera í mánaða túr og við stoppum ekkert svo lengi hér í Brussel. Við fundum bílstjórann sem hélt á skilti sem stóð á Shaun Martin en hann er tourmanager en var ekki að flúga með okkur og var því einhverstaðar á skipi en þessi bílstjóri vildi endilega hafa skiltið á hans nafni. Við skvísurnar fórum síðan út að borða á kínverskum veitingarstað. Eftir matinn var tekið smá túristarölt og tekið myndir og keypt alvöru belgískarvöflur með súkkulaði.

27. júní
Ég, Sigrún yngri og Björk fórum í leit að morgunverðar stað en fundum bara langa mjög þrönga götu fulla af allskonar veitingarstöðum. Við enduðum á að fara á ítalskan stað og fá okkur pizzu ( en þessi ferð hefur einkennst svoldið mikið af pizzum, það er pottþétt matur ferðarinnar). Þar voru þjónarnir í mega chilli og með litla þjónustulund en við vorum í mega stressi og tímaþröng því það var skipulögð æfing á þessum degi og hún nálgaðist óðfluga. En þjóninn tók pöntunina niður sem var mjög auðvelt því við pöntuðum allar það sama og tók sinn tíma að rétta kokkinum hana, kokkurinn var bara að dúllast í eldhúsinu og fór ekki alveg strax að elda, þess má geta að við vorum einu vipskiptavinirnir á staðnum, á meðan kokkurinn las gegnum pöntunina og dúllaðist við að gera pizzurnar þá labbaði Rosemary framhjá en hún hafði ekkert heyrt frá töskunni sinni. Þegar við loksins fengum matinn hámuðum við hann í okkur og hentum pening á borðið áður en að reikningurinn kom. Við örkuðum á hótelið og náðum í hljóðfærin síðan var bara að finna herbergið en það var ekki erfitt því þar voru svona leiðbeiningarspjöld sem á stóðu Shaun Martin group sem Shaun fannst ekki leiðinlegt. Eftir æfinguna skeltu stelpurnar sér út að borða á pizzeria og fengu sér ferðaréttinn. Eftir það var bruðlað smá peningum í nótnabúðinni Adagio og second handbúð. Ég, Harpa og Bergrún vildum svo fara í smá túrastaleiðangur og skoða styttuna af pissustráknum sem er mjög frægur minnsvarði í Berlín. Eftir að hafa fengið leiðbeiningar frá Brynju hvert við ættum að labba héldum við að stað, við vissum að þetta væri ekki löng vegalengd, en eftir að hafa labba smá fórum við að íhuga hvort við værum að villast eða fara í ranga átt þegar allt í einu tökum við eftir þessari litlu styttu út í horni. Ég bjóst við miklu stærri styttu og öðruvísi staðsetningu, ég hélt að þetta var huge stytta í miðju á torgi og hefði þess vegna getað gengð fram hjá þessu hundrað sinnum áður en ég hefði fattað að þetta væri styttan sem ég væri að leita af. En stærðin skiptir víst ekki öllu máli heldur gæðin. Síðan var farið í enn einn vöfluleiðangurinn enda eðal eftirréttur allavegna eins og hún er gerð hérna í Belgíu. Um kvöldið fórum við stelpurnar svo út að borða á fínan belgískan veitingarstað með gamla testaments þema. Þar fengum við fínan mat og enginn pantaði sér pizzu í þetta skiptið enda var það ekki á menu-inum. Síðan byrgðum við okkur upp af góðgæti og hittumst síðan í herbergi 333 sem var Brynju og Særúnar herbergi en þar var búið að skipuleggja svaðilegt fóstbræðra video kvöld. Ég kom einnig með Jools holland þáttinn á DVD og við horfðum á hann hérum bil í heild sinni, spóluðum allataf yfir The Edisons, Ben Westbeech og Nightwatchman ég hafði líka keypt lakkrís áður en ég fór út og fannst tilvalið að koma með það á svona video kvöld og ég held að ég hafi fengið nokkur stig þetta kvöld!


Valdís, ég, Bergrún og Sigrún kunnum sko að pósa
Bergrún og vafflan
Pissustrákurinn og Bergrún Módelið mitt

|