þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Ferðasagan heldur áfram


Chile: Í Chile var chillað heilmikið og kíkt á ýmsa markaði og svona enda mikið um handunnarvörur hérna en maður tók hægt á því afþví að á flestum vörunum stóð Peru en það var einmitt næsta stopp okkar og þar hlaut bara vörurnar að vera ódýrari. Þarna var líka skítugusta á í heimi sem lyktaði ekkert sérstaklega vel. Ljóshærðu stelpurnar í hópnum fengu varla frið fyrir hrópum og köllum. Þarna vzar reyndar í fyrsta skiptið sem mér fannst ég vera komin til Suður Ameríku því andrúmsloftið var allt öðruvísi og ekki ein mikill stórborgar bragur yfir Sandiago. Chris trommarinn var með sóló gigg en hann er alltaf að gigga út um allt en lætur okkur aldrei vita af því fyrr en eftir á en loksins náðum við uppúr honum hvar og hvenær við gætum séð hann spila. Við sáum ekki eftir því að kíkja á hann því drengurinn er magnaður trommari. Við spiliuðum á fótboltavelli en það var búið að leggja heilmikla vinnu í baksviðsherbergin svo þar var mjög notalegt. Seríur og dúkar um allt og svo var súkkulaðigosbrunnur og X-box og margt fleira. Maturinn var líka besti tónleikastaðamatur til þessa. Tónleikarnir voru utan dyra svo það var svoldið erfitt að tjúna en þetta gekk bara ágætlgea fyrir sig. Sviðið var reyndar í svolitlri fjarlægð frá buningsherbergjunum og við vorum keyrðar á milli en til þess þurfti að keyra í gegnum bílastæðið og á eftir tónleikana þegar við vorum á leiðinni tilbaka leið okkur eins og Bítlunum eða eitthvað svo mikil voru fagnaðarlætin. Það var mjög súrt en frekar gaman líka. Eftirpartýið var tær snilld og eftir eftirpartýið kíktum við aðeins við í Roady wineclub.




Peru: Á flugvellinum í Lima biðu eftir Björk stór hópur aðdáenda með myndavélar og upptökuvélar, en þetta var frekar óhugnarlegt og mikið áreiti. Frítíminn hér var síðan notaður til að kíkja á risastórann markarð og nú eru flestir komnir með auka tösku og okkur hlakkar ýkt til ferðarinnar heim með allt þetta dót en reyndar er þetta þess virði. Núna erum við á venuinu og erum rétt í þessu að fara að borða.
Smá sýnishorn af myndum


|