miðvikudagur, mars 12, 2003

Í dag fór ég loksins aftur í skólann þá á ég við samkvæmt venjulegri stundatöflu. Á miðvikudeginum og fimmtudeginum voru nefnilega vakningadagar sem ég hef áður minnst á og svo var árshátíðin okkar á fimmtudagskveldinu. Á föstudeginum var svo frí og þá var nú sofið út. En svo hef ég verið veik seinasta mánudag og þriðjudag, svo loksins loksinis koma ég í skólann. Ekki það að það sé eitthvað fagnaðarerindi að koma aftur í skólann ég má bara ekki við því að missa of mikið úr. Ég er svolldið fúl ég missti nefnilega af stærðfræðiprófi sem ég fæ líklegast ekki að taka upp :( ! En hvað um það!!!!!! Ég kom í skólann í dag og ég var gjörsamlega út úr kú í öllum tímum. Það var nenfilega enginn stærðfræði í dag og því var ég alveg úti að aka og vissi ekkert hvað væri að gerast. Kennararnir nutu þess að grilla í mér heilann og hlöðuðu á mig fullt af upplýsingum sem ég er ekki alveg viss um hvað ég eigi að gera við. Þetta var of mikið að byrja á fullu blasti eftir svona langt og notarlegt hlé. Þegar ég kom svo loksins heim um 2 leitið fannst mér að ég hefði verið þarna í heila eilíf jafnvel þó að þetta sé lang stysti dagurinn hjá mér. Vá ég vona bara að ég verði ekki skemmd eftir morgun daginn. Þegar ég koma heim þá varð ég að fá útrás. Ég spilaði nokkur lög með Botnleðju og 200000 naglbítum og hoppaði og skoppaði eins og brjálæðingur út um allt húsið. Eftir þetta var ég frísk og hress í kollinum en að deyja úr þreitu því á þessum klukkutíma sem ég gerði þetta hreyfði ég mig meira en ég hef gert til samans í ölum leikfimistímunum mínum þessa önnina.

|