mánudagur, mars 10, 2003

Í seinustu viku var árshátíðin hjá okkur haldin hátíðlega. Að sjálfsögðu var líka mikið um að vera fyrir hana á Vakningadögunum. En þá var hægt að velja sér ýmislegt að gera. Ég fór á allskonar námskeið. Á öllum námskeiðunum voru alltaf einhverjir krakkar sem eru á tæknibraut eða eitthvað þannig, þau voru með upptökuvélar og ég man ekki hvort að sum þeirra voru með myndavélar. En eitter víst að Magnús hefur verið með myndavél. Það er kennari í skólanum sem var og kannski er íslensku kennari í skólanum en kennir á tölvur jafnvel þó hann kunni nánast ekkert á tölvur. Honum þykir mjög gaman að taka myndir fyrir skólann og það má oft sjá hann með myndavélina þegar eitthvað er um að vera í skólanum. Hann tók til dæmis myndir þegar það var verið að sprauta fólk fyrir heilahimnsbólgu. Þá mætti hann á svæðið og spurði hvort það væri í lagi ef hann tæki mynd af þeim þegar það var verið að sprauta það. umm en notalegt og skemmtilegt myndefni. Alla vegna þá veit ég það að hioum finnst gaman að taka myndir af skrítnum hlutum. En ég fór í Afródans og við gerðum alllskonar æfingar og dans til þess að hita upp ein æfing var þannig að allir voru á einhvertnhátt með rassana upp í loftið og hvað halið þið þá var akkúrat tekin mynd og hún er á netinu. Ummmm smekklegt. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort þetta hafi verið einhver perranemandi eða Magnús með skrítna smekkin sinn en hef ekki komist af neinni niðurstöðu enþá. Endilega hjálpið mér ef þið getið og segið mér hver þið haldið að hafi gert þetta!!!!!!!!
P.S. myndin eða myndirnar eru undir Vakningadagar ~ dagskráin á miðvikudegi ~ myndir nr 136 & 137 klikkið fyrst hér =>Her

|