þriðjudagur, mars 04, 2003

Það hefur ýmislegt komið fyrir mig síðan ég skrifaði seinast, í gær var mér sagt að ég skrifaði svo sjaldan. Særún þessi póstur er tileinkaður þér. Ég vona að þú lesir hann þar sem þú sagðir að ég skrifaði of sjaldan, Mér þykir mjög gott að þú munir nákvæma dagsetningu á því hvenær ég skrifaði seinast. Ég hafði ekki hugmynd um það sjálf. En það sem hefur gerst síðan ég skrifaði seinast er....
Ég fór í bæinn og keypti mér föt en vinkona mín ( Björkin) keypti sér skó og hjólaskauta. Henni finnst það fyndið og vill helst að allir dragi hana eins og hún sé hundur.
Ég sá fyrsta Ossy Osborne þáttinn minn.
Ég er búin að fara til tannlæknis.
Mér tókst að rífa lokið af klósettinu og setinu með því þegar ég var að flýta mér á klósettið í gær. Frænda mínum var síðan kennt um þetta en ég leiðrétti misskilninginn.
Ég komst að því að Berlínarbollur eru ekki viðbjóður eins og ég hélt alltaf heldur er þetta ágætis bakkelsi.
Ég var hæðst í efnafræðiprófi :)
Ég gleymdi ekki aðeins að hlaða símann minn eins og venjulega heldur tókst mér einnig að gleyma honum hjá systur minni.
Ég er farin að hlusta mikið á botnleðju og 200.000 Naglbíta og langar núna í diska með þeim.
Ég komst að því að systur minni finnst ég tala of lítið. Það er gott að heyra að einhverjum finnst það!
Ég fékk loksins bréf frá Sigrúnu.
Ég komst að því að ég er ömurleg í hættuspoilinu. Svo að Sigrún Ýr er tvöfaldur meistari í hættuspili og auk þess séð og heyrt meistari.
Komist að því að það er til teiknimynd sem er sýnd á RÚV sem heitir Spanga og fjallar um stelpu sem er með spangir.


Já það er ýmislegt sem gerist. En mér dettur ekkert sniðugt í hug þessa stundina!!!!

|