þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Hugljúfar stundir upp í skýjunum.

Vei!! Ég er að fagna fyrst Anonymous commentinu mínu. Þetta hefur aldrei gerst áður á mínu bloggi og það finnst mér skemmtilegt. Jafnvel þó að þetta sé kannski einhver að stríða mér eins og sumir vinir mínir eiga til með að gera þá er mér rassgat sama. Allavegna þakkir til Anonymous, hver sem þú ert.

Ég var að skoða mitt eigið blogg áðan sem er kannski svoldið svona , æ hvað er orðið, æ man ekki. En allavegna þá tók ég eftir of mörgum neikvæðum fyrirsögnum á blogginu mínum og hér með ætla ég að stefna að breytingum og framförum á því sviði. Ég ætla alltaf að hafa tiltilinn mjög jákvæðan eins og hér að ofan. Jafnvel þó að ég sé að kvarta og kveina og skrifa kannski um eitthvað neikvættþá mun fyrirsögnin alltaf vera gífurlega jákvæð. Vá fyrisdögnin hér að ofan er mjög væmin og þær eiga örugglega eftir að koma fleiri og væmnari. ;)

En nú ætla ég að hætta þessu rugli og setja nýtt commentakerfi á svo fleiri nenna að commenta á bloggið mitt eins og stóra styst og ef til vill fleiri anonymous. Hver veit?????


|