þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Vá há það er hérum bil öld eða svo síðan ég skrifaði síðan. En núna verð ég að skrifa til þess að segja hvað mér finnst nýja Eurovision lagið okkar alveg með fordæmum leiðinlegt og hugmyndasnautt lag. Ég var að vonast til að Botnleiðja mundi vinna með sitt frábælra lag Eurovisa af því það þarf meiri húmor og fjör í þessa keppni en hefur verið. Hún er nefnilega alltaf jafn leiðinlega eins, og öll lögin sem fara í keppnina eins líka. En lagið sem er núna er þetta týpiska leiðinlega Eurovisionlag og sem fyrr í þessum keppnum var ekki verið að kjósa lagið heldur flytjandann hana Birgittu Haukdal. Ok þjóðir elskan Birgittu Haukdal ( eða ætti ég að segja krakkar undir 9 ára og ef til vill nokkrir fullorðnir) og hún er voða fræg og sæt hérna á Íslandi en þegar hún kemur út er hún óþekkt og þá skiptir engu mnáli fyrir þá úti hvort hún er Birgitta Haukdal eða Ragnheiður Gröndal. Ég verð bara að segja að ég hef viðurstyggð á þessu lagi Segðu mér allt og mér hrillir við að þetta er lagið sem alltaf verður spila ðþegar ég kveiki á útvarpinu. Meiri hlutinn hefur ávallt rangt fyrir sér og það gerði hann svo sannarlega í þetta sinn. Hvenær ætla Íslendingar að læra að kjósa og hætta að kjósa flytjandann og kjósa þess í stað lagið? Ég vona að það gerist fyrir næsta ár það er að segja ef við náum því sæti sem til þarf því ég er voðalega hrædd um að það gerist ekki. Birgitta Haukdal sökkar og ég vona að hún dettur og fótbrýtur sig svo hún geti ekki tekið þátt í Eurovsion.

|