laugardagur, ágúst 21, 2004

Viðbjóður

Ég er að verað mjög þreitt á ömurlegu myndinni sem er af mér á verfsíðu LH, þetta er með því verri myndum sem ég hef séð af mér. Í rauninn er þetta 3 versta mynd sem hefur verin tekin af mér. Versta mynd sem hefur verið tekin af mér er í rússíbana, þar sem ég var búin að ákveða að öskra ekki sama hvað. Þarna er ég að berjast við að brosa ekki og við erum að fara niður þvílíka brekku sem var svo brött að ég hélt að ég mundi skíta á mig. En ég var harðákveðin að öskra ekki. En í augum mínum má sjá mesta skelfinga svip sem hægt er að ýmynda sér. Á leiðinni niður þessa brekku var tekin mynd, þar sem við erum á ultra hraða og skinnið á mér þeitist aftur, ég er að bíta í vörina á mér svo ég öskri ekki, ég hef galinopin augu sem lýsa skelfingu og ég er við það að fara að skíta á mig. Þrátt fyrir að hún sé slæm er hún mjög fyndin og ég hlæ alltaf af henni. Næst verst mynd var tekin í Tékklandi, á þessum tíma var ég með stutt hár sem klæddi mér alls ekki. Ég og Björk vorum saman á heimili. Ég var svoldið mikil svefnburka á þessum tíma og átti erfitt með að vakna. Ég var nývöknuð með hárið allt upp í loftið og Björk var eitthvað að leika sér með myndavélina sína. Svo segir hún: Ég ætla að taka mynd af þér og trekkir upp einnota myndavélina sína. Ég bað hana að bíða aðeins með það þangað til ég væri búin að greiða mér og þvo mér í framan og þannig. Hún samþykkti það. en svo ákvað hún alllt í einu að smella af vélinni þar sem hún var núþegar búin að trekkja. Þegar hún smellti af þá var ég akkúrat að segja Ekki takaaaaaaaaaa. Klikk! Ég var mjög þreituleg í framan með kjánalegan svip á andlitinu og harið upp í loftið eins og : Hardsman cut!!!! Sem betur fer er búið að henda þeirri mynd en ég veit ekkert hvað varð af filmunni.

|

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Hillí billí

Ég er að vinna í Bryndísarsjoppu eins og eina lesandanum mínum henni Særúnu Ósk Pálmadóttur ætti að vera ljóst. En mér finnst fólkið sem ég er að vinna hjá svo afskaplega sveitó að það er ekkert smá. Þau búa nú reyndar í Breiðholtinu og eru að fara að flytja í bæinn en ég er alveg viss um að þau jhafa allavegna ekki fyrir svo löngu síðan búið í sveit. Þau tala svo skrítið og þannig. Ekki misskilja mig Særún ég er alls ekkert að baktala þetta fólk þetta er ekkert móðgandi það er gott að vera sveitó, það er líka sneðugt og öðruvísi fyir borgarbarnið. Það talar við mann eins og maður þekki alla sem þau þekkja! Já hann Lúlli og hún Dagný! Það er svolldið skrítið að vinna þarna eins og er þar sem enginn vinnur þarna nema ég sem er ekki í fjölskyldunni, maður er ekki alveg inn í umræðuefninu. Svo kemur einhver nýr úr fjölskyldunni inn og horfir á mann skringilega og spyr: Hver ert þú eiginlega. Þá verð ég bara algjört rúnstykki og segi bara: Ég heiti Erla.

|

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Skúbbí doo

Já ég missti sko ekki af skúbbí dúú í dag en það er nú ekki það sem ég ætlaði að skrifa um í dag, nei sko aldeilis ekki heldur er það ekkert annað en, en ,en ohhhhhhhhhhhhhh ég hef ekkert að skrifa um. Já nú er titill síðunnar aldeilis viðeigandi ég ætla að leggja höfuð mitt ekki einungis í bleyti heldur gjörsamlega í heilaþvott til þess að geta skrifað um eitthvað á morgun. Þetta eitthvað þarf ekki einu sinni að vera emerkilegt, úúú kannski get ég skrifað um tánöglina mína eða um risa stóran marblett. Nei þetta þarf mikillar umhugsunar svo það veitir ekki af að byrja strax og hætta þessu rugli.

|

mánudagur, ágúst 16, 2004

þe vírd æs krím

Ég er komin með vinnu. Eftir 3 ára nám í Flensborg hef ég ákveðið að færa mig yfir í næsta hús = Bryndísarsjoppu. Þannig að á morgun verður seinasti dagurinn í slættinum þannig að ég á bara einn dag eftir í coolinu og svo fer ég yfir í þjónustustörf, þar sem ég þarf að afgreiða alla svöngu Flensarana. Ég var í prufu í dag og ég get sagt ykkur það að ísvél er alls ekki sá hlutur sem ég kann á. Þannig að þeir sem vilja vanskapað ís ( ekki það að hann sé vondur bara skrítinn í laginu) then come to me and I will give you the wierdest ice cream ever. Fólk horfði á mig eins og ég væri flóðhestur með gyllinæði. Ég vissi ekki neitt hvað kostaði, ég vissi ekki mun á hörðum og mjúkum sígarettum, ég geri vanskapaða ísa og ég var algjörlega utan við mig. Fólk horfði á mig með svona killer augum: Varstu að byrja hérna ??? Umm já gæti það verið.

|

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Helgin með elginn

Ég ætla að byrja aðeins að segja frá fimmtudeginum þótt það sé ekki helgardagur en hann tengist helginni minn dáldið þannig að þið verðið að afsaka.

Fimtudagur: Lenti í vinnuslysi í vinnunni.Meiddi mig í löppinni en hélt samt áfram að vinna. Svaka hörkutól

Föstudagur: Fékk mér frí í vinnunni var bara aumingi eftir allt saman. Fór svo í 55 ára brúðkaupsafmæli ömmu og afa upp í afakot! Góður matur ( frændi minn er kokkur na na na na na na), skemmtilegt fólk ( auðvitað því það er skilt mér) og gott veður! Ég horfði þar á opnun ólympíleikana (langði að sjá Björk og sá han) en svo langaði mig til að spyrja sá einhver landið sem mætti inn á leikana í hvítum jakkafötum með hvíta hatta? Sá einhver hvaðan þeir voru? Eru þetta einlægir aðdáendur 50 cent eða var þetta kannski 50 cent landið?

Laugardagur: Sofa, sofa sofa, líka í sólbaði. Ég er nú komið með asnalegasta far í heimi, vegna vinnunnar er ég með bóndabrúnku sem sagt svona peysu far á höndunum og á hálsinum, svo fékk ég stuttermabolafar, svo er ég með hlýrabolafar og stuttbuxnafar þar að auki sokkafar og svo núna um helgina fékk ég bikinífar. Reynið að toppa þetta. Horfði á Ísland Króatía = búhúhúhú. Um kvöldið fór ég með Björkinni, Grínverjanum og Kristjáni á djasstónleika. Flottir tóinleikar og svo hittum við þar einnig mjög lítinn Breta sem var gaman að spjalla við.

Sunnudagur = Letidagur

|