laugardagur, ágúst 26, 2006

Ég veit að ég sagðist ekki ætla að blogga aftur en ég bara varð

Sko ég fékk hreinlega blogg þörf áðan þar sem ég stóð í Krónunni í Hafnarfirði og fylgdist með konunni fyrir framan. Hún var mjög íhaldsamleg klædd og svona frekar plebbaleg, en það er svo sem alveg eðlilegt (kanski sjaldséð að sjá svona fólk í Krónunni) það sem ég verð að segja ykkur frá þessari konu er það að það var allt perfect raðað í kerruna. Allt átti sinn stað í innkaupakerrunni.Þannig raðaði hún líka á búðarborðsfæribandið, það var ekki eins og hún væri að versla heldur stilla upp stofustássinu í hilluna. Svo hægt og miklar pælingar fóru í það hvernig hún ætti að setja vörurnar á bandið. Hún var svo lengi að stússast í þessu að GÖMUL kona sem var fyrir aftan mig í röðinni færði sig. Ég meina hversu slow þarftu að vera þegar gömulkona með liðagigt nennir ekki lengur að bíða eftir þér. Ég tók eftir því þegar hún raðaði vörunum varlega á færibandið að hún hafði keypt nammi í nammibarnum en blandaði því ekki öllu saman í einn poka. Nei hver tegund fór í sér poka (Loðar þetta ekki við einhverfu). Tók líka eftir því að hún keypti Tab- fólk sem kaupir tap er yfirleitt mjög spes (en ekki kanski svona spes).Tók svo líka eftir því á leiðinni út að hún raðaði af ástríðu ofan í pokana allar líkar vörur saman þannig að hún tók miklu fleiri poka en hún í rauninni þurfti. Já svona fullkonunaráráttu skil ég ekki. Ég fór út úr búðinni og bað til guðs að ég mundi ekki verða svona, þá mundi ég efitr því hvaðan ég kannaðist við hana - þessi unga kona er prestur (örugglega fín kona en einum of perfect fyrir minn smekk). Hehe kanski fullkonunarártta loði við presta, ég er að vinna með stelpu sem er að læra guðfræði og ætlar að verða prestur- sem er einnig með fullkonunaráráttu kanski ekki svona extreme en það kemur kanski þegar hún er búin að taka brauð.

Jæja er búin að búa til myndasíðu fyrir ykkur: www.erlaaxels.myphotoalbum.com/

Ég þori ekki að lofa að hætta blogga en hef ákveðið að blogga ekkert nema ef bloggandinn svífur yfir mig.

|

sunnudagur, ágúst 20, 2006

ég í seinasta sinn

Ég var að pæla í hvort ég ætti ekki bara að hætta með þetta blogg. Ég hef ekki skrifað lengi og það lítur út fyrir að enginn nenni að lesa það hvort eð er nema kanski ég og ég þarf ekkert að skrifa fyrir sjálfa mig, ég get bara hugsað það (það er líka miklu auðveldara og hentugra fyrir mig). Hef samt oft verið á leiðinni að blogga en finnst eins og ekkert merkilegt hefur komið fyrir mig til að segja frá og ef eitthvað kom upp sem ég hefði getað skrifað um þá var hún Særún ofurbloggari búin að blogga um það þannig að þá var það orðið þokkalega old news. annað mál á ég að nenna að búa til svona myndasíðu?? Er ég bara ekki einfaldlega of löt til að standa í einhverju þannig veseni??? Get ekki einu sinni póstað mynd á bloggið!!! Áður en ég hætti að blogga í síðasta sinn (líklegast) þá verð ég að koma einu á framfæri: Ég þoli ekki Woddy Allen, hann fer mest í taugarnar á mér, þar með vitið þið það!!!! Núna vitið þið hvernig á að pirra mig, annað hvort að neyða mig til að horfa á mynd með þessum manni eða vera jafn aumingjalegur og hann. Bahh. Búið over and out (varð að stela þessu Íris þetta er bara of góð setning)

|