föstudagur, maí 09, 2003

Það er nú aldeilis langt síðan ég skrifaði seinast. Ég er hálf partin farin að skammast mín sérstaklega þar sem að margt hefur drifið á daga mín síðan. Það voru páskar og ég fékk nammi sem er að sjálfsögðu alltaf gaman.Á seinasta vetrardeginum voru vortónleikar Lúðrasveit Hafnarfjarðar. Þetta voru mjög vel heppnaðir tónleikar og svo á eftir var svona smá skemmtun. Við vorum samt ekki mjög lengi á henni. Við vildum ekki trufla eldra fólkið við drykkjuiðju sína. Svo við fórum til hennar Sæju í fína kjallarann henna með öllum græjunum og ætlauðum aldeilis að skemmta okkur en það var því miður heldur misheppnað. Mér fannst reyndar mjög gaman þegar þau sungu afmælissönginn minn eftir að klukkan sló 12 já ég´átti afmæli á sumardeginum fyrsta. Allavegna við töluðum saman og horfðum á mynd og hlustuðum á tónlist en þetta var frekar svona rólegt kvöld. Ég ákvað að vera bara samfó strákunum heim þar sem að þeir voru allir að fara í nágrenni við mig enþá allt í einu tóku þeir upp á því að kíkja á öll lætin í Hellisgerði sem var víst á þessu kvöldi. Ingimar og Eiki höfðu verið dáldið hæper allt þetta kvöld og var þetta líka þeirra hugmynd. Snorri skellti sér með þeim en Þorsteinn var samferða mér. Allavegna klukkan tíu næsta morgun var skrúðganga. Svo seinna um daginn var spilamennska aftur niðri á Höfn sem er eitthvað aldrað heimili. Þetta tókst bara vel og er LTH bara hin ágætasta sveot núna. Beint eftir spilamennskuna á höfn fór ég í fermingaveislu til frænda míns. Ég var hálf hiss þegar ég sá hann, engar smá breytingar á drengnum en ég vildi ekki vera svona leiðinleg frænka sem kemur inn og klípur í kinnarnar á manni og segir voðalega hefurðu breyst. Ég man eftir þér þegar þú varst svona lítill. Þanig að ég sagði bara til hamingju og rétti honum umslag sem veitti honum hamingju. Um kvöldið var svo kóræfing og Hrafnhildur var að fara á taugum af því að við kunnum ekki Bandarískaþjóðsönginn nógu vel fyrir eitthvað Lionsmót. Enginn mundi eftir afmælinu mín ofg ég var heldur ekkert að segja frá því af því að ég vildi ekki að þau mundu synga fyrir mig afmælissönginn. Enda hafði ég líka fengið frábæran söng fra´félögum mínum í LTH þegar við vorum að labba í kaþólskulkirkjuna þar sem skrúðgangan buyrjaði. Svo þegar ég kom heim af kóræfingu fór ég bara eitthvað að chilla. Ég var ný sest við tölvuna þegar ég heyrði: Búmm.....búmm.....búmmbúmmbúmm ég hélt a' ég væri að verða rugluð, að það væri búið barasta að heilaþvo mig gjörsamlega af skrúðgöngum. Þá heyrði ég gargað niður úr stofu villtu ekki vera að spila svona hátt ERla (hún hélt að ég væri víst með græjurnar í botni) hún frænkla þín er sofandi. Þá kveikti ég á perunni og hljóp út að glugga og sá ég þar vini mína úr LTh standa fyrir utan húsið mitt og voru tilbúin að spila þegar ég hrópaði út um gluggan : HÆTTIÐ að spila, litla frænka mín er sofandi´, ég vildi nefnilega ekki að mamm færi í fílu af því að það er stundum erfitt að svæfa hana ef hún vaknar aftur. Vinir mínir voru fyrst svoldið tregir, hættu að spila horfðu á mig skringilega. En svo kom mamma og hún hafði þá líka fattað hvað var á seiði og sagði þeim bara að halda áfram að spila. Þau spiluðu fyrir mig afmælislagið og svo tóku þau fyrir mig O when the saints sína útsetningu. Krakkar í nágreninu þyrptust að og báðu um óskalög, einsog eitthvað fótbolta lag. Ég verð að segja að ég á mjög góða vini ef ekki þá bestu og vil ég þakka Björk, Særúnu,Magneu, Sóleyju, Eiríki, Snorra, Ingimari, Ara,Þorsteini, Jóhannesi fyrir að vera svona frábær. Ég vil líka nota tækifærið og segja þið eruð frábær við eftir farandi fólk: Mömmu,pabba, afa, ömmu, Gunnu, Þurý, Binna, Krissa, Svönu, Steinar Ara, Jóhönnu Laufey, allir LTH ingar + Sigrún sem er úti í Þýskalandi, Ibbu og að sjálfsögðu líak Sigrúnu Ýr, og ÖLLUM sem ég gleymdi.

Það hefur margt fleira gerst en ég nenni ekki að segja mikið frá því svoi að hér kemur smá upptalning 1,2, og byrja: (ath ekki rétt trímaröð)
Spilaði í skrúðgöngu fyrir Lionsklúbba eitthvað
Söng fyrir Lionsklúbba eitthvað
Spilaði á 1 maí þar sem Doddi hrókur alls fagnaðar datt hér um bil, ég misstiþví miður af því frétti að það hafði verið svolldið skondið.
Haukar unnu góðan sigur á Ír í handbolta krala
Haukar töpuðu fyrir Ír
Ég er búin að fara í 3 próf
Ég er búin að fá einkannir úr tveimur próflausum áföngum, tölvum og stæ313 og fékk 9 í báðum
Ég fór á innu og komst að því að ég fékk 10 í stæ 403 og er bara fjandi ánægð með það.
Fór á horntónleika hjá hornleikara félaginu sem voru mjög skemmtilegir, hitti Emil og það var líka +
Svo að sjálfsögðu er ég búin að borða, sofa, horfa mikið á sjónvarp og allt þetta venjulega dót.
Svo ekki sé myinst á að ég er búin að vera í geggjuðum dansfíling upp á síðkastið og dansa sí og æ við sannkölluð gleðipartýlög.
Já sem minnir mig á það að ég og Björk. Bjuggum til partý disk um daginn og tókum svo enn eina myndaséru af okkur þar sem við högum okkur eins og fífl. EN FRÁBÆRAR MYNDIR ENGA AÐ SÍÐUR. Þær voru tekanr fyrir coverið. Ég set þær kannski seinna á heima síðuna mína. Auglýsi það síðar.

Bless í bili, elskið friðinn og strjúkið á ykkur kviðinn ( hversu ömurleg er þessu setning????)

|