miðvikudagur, desember 24, 2003

Jól! Komin einu sinni aftur!!!!! Já núna eru bar komin jól og það er ekkert nema gaman þá er maður loksins komin í jólfrí!!!!! JÁ JÁ!!


Ég fékk bara 5 jólagjafir. Ég vissi næstum því hvað var í öllum, ég vissi frá mömmu og pabba af því að mamma sagði mér hvar hún hafði falið hana og að ég mætti kíkja á hana ef ég vildi. Hún hélt að þetta yrði svona sálrænt og ég mundi ekki kíkja en viti menn ég er viðbjóðslega forvitinn og búin að kíkja á það í nóvember en ég sagði engum frá því fyrr en ég var búin að opna pakkan inn í því var fyrsta serían af FRIENDS þar sem ég var búin að kíkja á gjöfina m´na vissi ég að ég ætti næstu tvö líka. Þanniog frá mömmu og pabba fékk ég : fyrstu 3 seríurnar af Friends á DVD. Jæja frá systrum mínum, mönnunum þeirra og börnum fékk ég diderídú ( vá ég kann ekki að skrifa þetta) eða ljóðabálkur eins og það heitir á íslensku ( pabbi vissi í alvurinni íslenska nafnið á þessu( hann er alfróður þessi maður)) og líka peysu. Ég hafði ekki hugmynd um það hvað var inn í aflangapakkanum með didserídúinu þannig að það var mjög spennandi að opna það en augljóst þegar ég fékk mjúkan pakka í hendur að þetta væri peysa þar sem ég hafði sagt Gunnu systur að mig langaði í peysu. Frá ömmu og afa fékk ég geisladisk sem heitir Classical Spetacular frábær diskur eða diskar því þetta er safn með 10 geisladiskum og með flestum af hinum frægu og stærstu tónskáldum ég bað ömmu um klassískan disk þannig að ég hafði svona nokkurnvegin hugmynd um það hvað ég fékk. Vissi reyndar ekki að það væri svona flott. Frá Ingibjörgu vinkonu minni fékk ég Brain police diskinn fgrábær diskur mæli eindregið með honum. Ég gaf henni það nákvæmlega það sama vorum búnar að ákveða þetta og ég er viss um að hún hafi líka bara verið ánægð með þetta. Að lokum fékk ég 5000 kr frá ömmu 7fn. Ég var mjög ánægð með allt.

Svo fékk ég líka fullt af jólakortum sem voru hreuins snilkld. Snorri gaf mér líka ljóðabók eftir sjálfan sig. Hún er snilld og verst að hún var aðeins gefin út í 16 eintökum.

Ég vil þakka fyrir mig . Þið eruð öll frábær. Einnig vil ég nýta tækifærið til þess að segja GLEÐILEG JÓL !!!!!!!!!!!!!!!1

|