laugardagur, ágúst 14, 2004

Og blogg mitt byrjar á ný

Ég er byrjuð ð blogga , spurning hvað það endist en hérna kemur eitt heitt sláttur blogg!!!!

Að vinna hjá slátturhópi Hafnarfjarðar er bæði skemmtilegt, þroskandi en þó hættulegt. Það er ekki hægt að komast hjá því að líta cool út í vinnunni. Maður fær stáltáskó og það þýðir ekkert að abbast upp á fólk sem ganga í slíku skal ég segja ykkur. Auk þess fær maður skærgult vesti sem er náttúrulega það flottasta í heimi. Það er ekkert hot á miðað við þessi vesti, sérstaklega þar sem þau eru öll í stærri kantinum og ef maður er í stuttbuxum og hlýrabol þá viriðst maður ekki vera í neinu nema vestinu frábæra! Svo fær maður líka svona eyrnahlífar og þegar öll þessi samsetning er komin saman þá getur maður sko ekki komist hjá sér að brosa og hugsa , það er enginn í heiminum jafn nett og flott og ég akkúrat núna. Ef ég mætti þá mundi ég taka þþetta með mér heim og hreinlega aldrei fara úr þeim, en þá væri þetta kannski ekki alveg jafn cool því það flottasta er slátturbílinn. Jamm slátturbílinn á sínum super speed hraða er það flottasta. Það slefa allir á eftir manni af öfund. Vá ég vildi að ég væri svona cool en það er enginn nema ég ( já og nokkrir aðrir sem ég vinn með).

Ég verð nú að hryggja ykkur meira ekki bara einungis er hægt að vera jafn cool og ég heldur þarf ég einnig að hætta núna.

|