föstudagur, september 17, 2004

Komin aftur á kreik og engu búin að gleyma

Afsakaðu, Særún mín fyrir langa bið á að eitthvað gerist á þessari fálesnu ( þetta er bull orð en ég held að það skiljist) síðu minni. Já það er nú langt síðan ég skrifaði seinast hér um bil 2 vikur en það er eftirfarandi að kenna: ég er very important og busy manneskja. Ég er í vinnu, tónlistarnámi og öllu sem fylgir því og svo tók ég upp á því að byrja í magadans. Svo er önnur ástæða og hún er að talvan er alltaf upptekin þegar ég hef tíma. Faðir minn var að byrja í Garðyrkjunámi á Háskólastigi, þetta er fjarnám og ver hann því öllum sínum stundum í tölvunni að reyna sig áfram í Exel. Hér með vil ég lýsa því yfir að ég er gasalega, ægilega og blablabla stolt af honum og mér finnst hann sýna mikið hugrekki að fara út í þetta. En nóg um svona leiðinda blaður! Mig langar að nota þetta blogg í að segja frá litlum vini mínum sem kemur alltaf í sjoppuna á hverjum degi. Hann komst að því einn daginn að ég æfi á trommur og ætti trommusett og síðan þá hef ég verið algjört æði í hans augum ( og allra annara líka nema ég meina mega sega algjört æði í hans augum). Hann er alltaf að koma og ræða um trommur og kennslu. Hann er líka alltaf að nuða í mér að fá að koma heim og fá að pufa settið! Ég er víst búin að lofa litla 8 ára stráknum því og verð að standa við loforðið. Hann er meira að segja að segja mér hvernig sett hann ætlar að kaupa og segja frá því hversu mörg sett hann hefur testað og að hann sé alltaf að tromma á sófann heima hjá sér og nú sé hann ( sófinn ekki krakkinn) allur í förum eftir trommukjuðanna. Í gær vildi hann endilega vera samferða mér heim svo hann gæti nú séð hvar ég á heima svo hann gæti nú komið einhverntímann að prófa settið. Svo kom hann hlaupandi inn í sjoppu í morgun til þess að segja mér að hann væri kominn á biðlista niður í tónó á trommur en hann( biðlistinn ekki krakkinn) sé reyndar 2 og hálft ár. Ég vona bara hanns vegna og mín að hann(biðlistinn ekki krakkinn) sé styttri annars á ég varla eftir að heyra fyrir endann á þessu. Hann á þá örugglega eftir að stolkera mig oft og heimta að fá að prufa settið aftur og aftur og aftur. Nei nei hann er nú ekkert sækó og pain in the ass! Nei hann er svo lítill og krúttlegur að manni þykir eiginlega bara vænt um hann strax.

Lofa að láta ekki líða svona langt á milli blogga hjá mér aftur Særún mín þannig að þú þarft nú ekki að örvænta!

|