sunnudagur, apríl 17, 2005

Er bleikur inni eða úti?

Hey hvað segið þið um breytingu á blogginu???? Nýtt útlit! Er bleiki liturinn orðinn svoldið þreittur????

Já með prófið þá gekk það bara ágætlega 4 tóku þátt kannki ekki svakalega mikið en það þora greinilega fáir að taka prófið ekki nema að það lesi bara 4 þetta blogg. Jæja hvað um það! Særún til hamingju ! Þú þekkir mig best. Bera seinasta spurningin viltaus en ég hélt að flestir mundu haka í það sem þú hakaðir í sem var : Áfram þú fyrir að taka þetta test. Sigrún Ýr klikkaði á horntegundinni sem ég get fyrirgefið en hún hélt að Ingvar E. væri uppáhaldsleikarinn minn! Ha? Ertu nú alveg..... Svo kom Atli sig með 60% og Atli Týr með 50% nokkuð gott fyrir manneskjur sem þekkja mig varla já þið megið vera stoltir. Mig langar líka að hrósa ykkur sérstaklega fyrir að þora í prófið.

1) Núna í janúar keypti ég mér horn hvaða tegund er það? Atli Týr og Sigrún Ýr, fólið með nöfn sem ríma, voru með þetta vitlaust.
2) Ég æfi sem sagt á horn en á hvaða hljóðfæri æfi ég líka? Allir með þetta á hreinu
3) Hvað er millinafn mitt? Allir meða þetta rétt líka
4) Hvað á ég í erfiðleikum með? Atli sig iss piss ég er góð í hljómfræði. En hurðir þær eru trikkí
5) Hvar vil ég helst vinna í sumar? Slættinum! Að sjálfsögðu Atli Týr þú ættir að kannst við þetta. Varst þú ekki einhvern tíman að vinna þar?
6) Hvert fer ég í ferðalag í sumar? Stade og það vissu allir
7) Hvað er besta ofurhetjan? He-man er bestur þetta vita ekki strákar sem heita Atli.
8) Ég á hvað margar systur? 2 og það vissu allir
9) Besti leikarinn að mínu mati er ..... Edward Norton þótt að ég skrifaði nafnið hans kolvitlaust í prófinu :( En bara Særún hitti naglann á höfuðið þarna enda hefur hún horft með mér á Fight Club sem er besta mynd í heimi
10) Áfram... Hauakar bara Sigrún Ýr var með þetta rétt en þess má geta að enginn giskaði á sama svarmöguleikann hér.

Frábært hjá ykkur.

En að öðru máli. Mamma mín er snillingur í að láta fólk fá verstu lög sem til eru á heilann. Svo er maður endalaust með þetta á heilanum því að hún er alltaf að tönglast á sömur löginum. hún tekur alltaf eitt lag fyrir og það notar hún í langan tíma og svo er tekið annað jafnvel verra. Sko í heilt ár var fjölskyldan mín með lag á heilanum sem enginn okkar hafði heyrt nema hæun mamma mín. Sem var bídí bidí bimm bom bomm bomm bomm, bidí bidí bimm bomm bomm bomm bomm, bidí bidí bimm bomm bomm bomm bomm, bidí bidí bimm bomm bomm bomm bomm, heilaga Maríia Ísabella og svo kunni hún ekki meira nema dansinn við þetta sem var líka horror. hún var gjörsamlega að gera okkur vitlaus í fjölskyldunni og þó að við öskruðum á hana í hvert skiptið sem hún söng það þá gat hún bara ekki hætt að syngja það. Stríðnis genin eru óstöðvandi í minni ætt og við ráðum ekkert við stríðnina í okkur. Bara að hugsa um þetta lag gerir mig pirraða, það er viðbjóður viðbjóðanna. Ég held að hún sé núna búin að gleyma þessu lagi og ég vona að hún eigi aldrei aftur eftir að fá það á heilan því þá missum við fjölskyldan endalega geðheilsu okkar. Svo síðan að stuðmenn byrjuðu með leiðinlegasta lag í heimi (ekta íslensk fönn) hefur það hljómað í eyrum okkar síðan og ég gjörsamlega hata þetta lag út af lífinu. Þetta er lélegt lag með viðbjóðslegum texta og það ætti að banna það með lögum. En núna er mamma mín að skána því hún er komin með þolanlegt lag. Lag sem maður getur alveg hugsað sér að hlusta á, lag sem maður getur þolað meira en einu sinni. En það er lagið I want to break free. Og ég segi Hallelúja. Lengi lifi Queen þó að flestir þeirra séu dánir.

|