miðvikudagur, mars 30, 2005

Olsen olsen

Ég er búin að fá lífsskammt af Olsen olsen. Litla frænka mín sem er 6 ára er með æði fyrir Olsen olsen. Hún var í pössun hjá okkur í páskafríinu og hún kemur hingað á hverjum degi eftir skóla þannig að ég er búin að spila Olsen olsen svo oft síðast liðnu daga að ég er búin að missa tölur á þessu. Ég algjörlega hata þetta spil núna meira en orð fá líst. Já kannski er verið að launa mér það til baka því þegar ég var lítil elskaði ég að spila og mama, pabbi og systur mínar sátu uppi með að þurfas að spila við mig allan daginn. en ég nennti þó að spila fleiri spil en þetta eina spil jú ég spilaði olsen en ég spilaði líka, veiddu, löngu vittleysu (ætti kannski ekki að vera monta mig að því), tveggja manna vist, rússa, gúrku öðru nafni idiot öðru nafni skítakall, svarti pétur, þjófur og fimm upp. Já þessi spil kunni ég þegar ég var 6 síðan lærði ég líka kasínu, 10, rommí, kana, pack og fleiri spil. En þótt maður kennir stelpunni fleiri spil en þetta eina endar maður samt á því að spila olsen endalaust. Niður með Olsen

|